« Jólastúss | Aðalsíða | Deiglujól »

Eeeeeeh

desember 21, 2003

Mér tókst að fara á djamm í gærkvöldi. Tveir miklir snillingari sáu til þess. Fórum á Sólon og Felix og skemmtum okkur frábærlega. Ætluðum fyrst inná Hverfis, en biðröðin þar klukkan 1 var fáránleg. Því enduðum við á Sólon, þar sem var engin biðröð.

Inná Sólon dönsuðum við heillengi, en vorum á endanum orðnir þreyttir, svo við fórum á Felix, sem er afskaplega skrítinn staður. Ég hætti mér varla á hliðargangana, enda er fólk í hinum misjöfnustu athöfnum þar samkvæmt myndasíðunni á staðnum.

Eyddi mestum tíma á dansfólfinu, sem er skrítinn staður. Uppá sviðinu dansaði hópur af Könum, sem virtust kunna lög, sem ég hef aldrei heyrt áður, utanbókar. Stelpurnar voru ekki jafn sætar og á Sólon en þær virtust þeim mun meira vera á þörfinni. Allavegana var klipið heldur oft í rassinn á mér á þessum stutta tíma, sem ég var þarna inni.

Annars þá var kvöldið frábært. Alger snilld! :-)


Sá magnaði atburður gerðist í gær að í íbúðinni minni var enginn bjór til. Þess vegna drakk ég rauðvín í gær, alveg þangað til að ég fór inná skemmtistaðina þegar ég skipti yfir í vodka (er það ekki full gay að drekka rauðvín inná bar?). Allavegana, í dag var ég ekkert þunnur! Yndislegt, alveg hreint. Kannski er rauðvín bara málið.

Einar Örn uppfærði kl. 22:53 | 212 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (5)


Úff, þetta var gaman í gær en dagurinn í dag hefur samt verið með erfiðara móti… en þökk sé Britney (sem sómar sér afar vel á skjánum hjá mér) þá komst ég í gegnum þetta. Takk Einar :-)

Emil sendi inn - 21.12.03 23:52 - (Ummæli #1)

hey það er augljóslega ástæða fyrir því að sólon og felix voru EINU biðraðalausu staðirnir í bænum :-)

katrín sendi inn - 22.12.03 08:39 - (Ummæli #2)

Felix smelix ..! Það var bara stuð hvar sem við vorum :-) allavegana var þetta gott frá byrjun til enda. Þakka pent fyrir mig strákar! skál.

Friðrik sendi inn - 22.12.03 09:44 - (Ummæli #3)

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum að sjá hvorki þig né Gumma Jóh á Hverfisbarnum á föstudaginn :-)

Ágúst sendi inn - 22.12.03 23:48 - (Ummæli #4)

Hey, maður verður nú einhvern tímann að hvíla sig :-)

Plús það að ég held að gummi jóh sé alltaf á Vegamótum.

Verður þú hvort eð er ekki núna öll laugardagskvöld á hverfis? :-)

Einar Örn sendi inn - 23.12.03 00:24 - (Ummæli #5)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu