« Jólafærslan | Aðalsíða | Franska flónið »

Franska flónið

desember 29, 2003

ghshouts.jpegÁ ég að láta Houllier, Heskey og gengi Liverpool fara í taugarnar á mér? Nei, sennilega ekki og ég verð að viðurkenna að ég er orðinn nokkuð ónæmur fyrir þessum óförum. Eeeeen, Houllier er alltaf að toppa sjálfan sig.

Hér er atburðarás síðustu daga:

1 Heskey getur ekki blautan nokkra leiki í röð
2 Houllier tekur, aldrei þessu vant, góða ákvörðun og setur Heskey á bekkinn og Sinama Pongolle í byrjunarliðið
3 Liverpool leikur sinn besta leik í langan tíma, liðið vinnur 3-1 og Pongolle skorar glæsilegt skallamark
4 Í næsta leik ákveður Houllier að það gangi hreinlega ekki að breyta engu, og því ákveður hann að breyta sigurliðinu frá því í síðasta leik. Setur Pongolle á bekkinn og Heskey inná
5 Liverpool leikur hörmulega í 45 mínútur
6 Houllier áttar sig og setur Pongolle inná og Liverpool skora tvö mörk. Þegar tvær mínútur eru komnar framyfir venjulegan leiktíma MISSIR Heskey boltann, City menn ná honum og skora jöfnunarmarkið.

Ég leyfi mér að fullyrða það að ef Emile Heskey myndi leggjast á jörðina í vítateig Liverpool í miðjum leik, kveikja sér í sígarettu og neita að hreyfa sig í 20 mínútur, standa svo upp og skora 5 sjálfsmörk, þá myndi hann samt sem áður vera fyrsta nafn í byrjunarliði Houlliers í næsta leik!

Ég er algjörlega kominn með uppí kok af þessum franska fábjána í stjórasætinu hjá Liverpool. Bara að hlusta á þetta viðtal eftir leikinn er nóg til að gera mig fokillann.

Houllier viðurkennir í viðtalinu að Liverpool sé í annari deild heldur en topp-3 liðin og hann stefnir á að vinna þá deild! Frábært! Svo verður hann fúll þegar gefið er í skyn að sala hans á Anelka hafi verið eitthvað annað en stórkostlega snjallt bragð.

Svo kemur nýjasta afsökunin um að gengi liðsins sé allt meiðslum að kenna. Þeir á BBC benda á að liðið, sem Houllier spilaði gegn Manchester City hafi kostað 60 milljónir punda. Þar af eru 20 milljónum punda skynsamlega fjárfest í snillingana Diouf og Heskey, sem hafa skorað 4 mörk samanlagt í vetur. 20 milljónir punda í framherja, sem leika alla leiki liðsins og skora 4 mörk!

Houllier kýs að gleyma því að Manchester United hefur spilað án síns besta manns, Paul Scholes, mestalla leiktíðina ásamt Wes Brown og Solskjaer. Arsenal hefur haft hálft liðið í banni alla leiktíðina og svo framvegis.

Þrátt fyrir það eru Liverpool TÖTTÖGU STIGUM á eftir Manchester United og tímabilið er ekki einu sinni fokking hálfnað! Liðið er TÓLF STIGUM Á UNDAN WOLVES!! Og liðið er fyrir neðan CHARLTON OG FULHAM, með jafnmörg stig og SOUTHAMPTON OG BIRMINGHAM!!!!!

Aaaaaaaaaaaarrrrrrghhhhhhhhhhhhhhhhh, ég held þetta ekki út mikið lengur.

Einar Örn uppfærði kl. 05:32 | 438 Orð | Flokkur: Liverpool



Ummæli (6)


“…ég verð að viðurkenna að ég er orðinn nokkuð ónæmur fyrir þessum óförum.”

Ónei vinurinn… þú ert með sama sjúkdóma og ég. Bannvæna “Liverpúl tapar alltaf út af helvítis franska fíflinu”- veiki.

Ó guð… hvað ég vildi að Liverpool gæti eitthvað… ég er að verða alvarlega þunglyndur út af þessu.

Strumpakveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 30.12.03 01:48 - (Ummæli #1)

Að hluta til er ég orðinn ónæmur fyrir þessu Liverpool gengi. Ég er hættur að taka töp inná mig einsog ég gerði alltaf, einfaldlega af því að ég bóka ekki sigur einsog ég hef alltaf gert með Liverpool.

Áður fyrr var allt nema sigur áfall, en núna býst maður fyrirfram við áfallinu, þannig að viðbrögðin verða ekki eins sterk.

En auðvitað er ég alls ekki ónæmur fyrir þessu öllu. Ég get ekki bara (jafnvel þótt að ég óskaði þess stundum) hætt að hafa áhyggjur af Liverpool. Til þess eru tilfinningar mínar til liðsins alltof sterkar. :-)

Einar Örn sendi inn - 30.12.03 12:01 - (Ummæli #2)

Ég var að stuða þig fyrr í vetur aðeins og er alveg opinn með það að ég er alveg ofboðslega :-) með gengi, eða ógengi Liverpool, en samt skiptir mig mestu máli að mínir menn í United verði meistarar.

Síðustu árin hefur nefnilega reynt á stuðningsmenn Liverpool, jafnaldra mína og yngri (og kannske aðeins eldri) sem þekktu ekkert nema sökksess fram til ‘90. Að hætta að halda með liðinu, missa áhugann og hætta að láta tap fara í taugarnar á sér er nefnilega mesti aumingjaskapurinn.

Það er ekki síst fyrir þolraunir United fram til ‘93 að sigurgangan síðustu 10 árin er sætust og ég reyni að gleyma aldrei að þetta mun einhvern tíma endi taka.

Þegar að þar að kemur, hraunið þið púlarar yfir mig og ég verð bara að taka því.

Eftir svona á að giska 20-30 ár…

Björn Friðgeir sendi inn - 31.12.03 07:49 - (Ummæli #3)

HEY! Þú mátt alveg vera með einhver United boðskap hérna, en þú ferð EKKI að ásaka mig um einhvern aumingjaskap í tengslum við stuðning minn á Liverpool.

Ég er bara 26 ára og man því ekkert voðalega vel eftir öllum góðu árunum með Liverpool. Man aðeins eftir Barnes og Beardsley, en fyrsta virkilega skíra mómentið, sem ég man eftir í tengslum við Liverpool (man það einsog það hafi gerst í gær) er þegar ég hrundi niður á gólf og öskraði Neeeeeeeeeeeeeeeeeiiii þegar Micheal Thomas skoraði markið, sem færði Arsenal titilinn á Anfield 1990 að mig minnir.

Málið er bara að þegar gengið er svona slæmt, þá verður maður ónæmari fyrir þessu. Það er bara þannig. Ef ég léti öll töpin í ár fara jafnmikið í taugarnar á mér og þau gerðu áður fyrr, þá væri ég kominn inná geðsjúkrahús. Einhvern veginn verður maður að reyna að takast á við þetta. :-)

Einar Örn sendi inn - 31.12.03 10:14 - (Ummæli #4)

Nei alls ekki að dissa þig, enda sást í fyrri færslu að þú er staðfastur.

Mitt fyrsta Unted móment er svipað, ‘76 bikarúrslitin, reyndar komu úrslitin eitthvað seint, engar lúxus með beinar útsendingar þá.

Björn Friðgeir sendi inn - 31.12.03 11:25 - (Ummæli #5)

Ok, ekkert mál. Það fyrsta, sem ég man eftir úr fótboltanum var Liverpool-Juve á Heysel leikvanginum. Man samt ekki vel eftir leiknum, en uppfrá því hélt ég með Liverpool.

Liverpool-Arsenal er samt fyrsta virkilega skýra minningin um Liverpool. Man hvernig allir aðdáendurnir voru komnir niður að hliðarlínunni til að vera tilbúnir að fagna sigrinum, en svo kom markið frá Michael Thomas. Ætli það áfall hafi ekki undirbúið mig undir frekari áföll í framtíðinni. :-)

Skil ekki í hvaða rugli Liverpool voru þegar þeir keyptu svo Thomas einhverju ári síðar. Þeim manni mun ég aldrei fyrirgefa þetta mark. Sennilega eini leikmaðurinn, sem hefur leikið með Liverpool, sem ég gat aldrei samglaðst þegar honum gekk vel.

Einar Örn sendi inn - 31.12.03 11:57 - (Ummæli #6)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu