« MT uppfærsla | Aðalsíða | Köln »

Vinna=Spennó, Einkalíf=leiðinlegt

janúar 30, 2004

Jedúddamía hvað það er lítið að gerast í mínu lífi utan vinnu. Síðustu vikur hafa verið mjög spennandi, skemmtilegar og erfiðar í vinnunni en utan vinnu hefur nánast ekki neitt gerst.

Jú, hélt starfsmannapartý Serrano hérna á föstudaginn, sem var alger snilld. Fyrir utan það hefur nánast ekkert gerst. Það er hálf skrítið að hafa ekkert að gera á kvöldin núna þegar mesta íbúðarvesenið er búið í bili.

Þegar vinnan spilar svona stóran hluta í lífi manns, þá er nú ekkert ýkja spennandi að halda úti þessari vefsíðu. Flestallt af því, sem ég geri í vinnunni vil ég ekki tala um, og auk þess efa ég að það yrði mjög spennandi.

Á morgun er ég að fara á ISM, sem er stærsta sælgætissýning í heimi, haldin í Köln. Það er tiltölulega stutt síðan ég var í Köln síðast og þetta er svosem ágætisborg. Höfum smá tíma lausan og ætli maður versli ekki eitthvað en það er fullt af skemmtilegum búðum í miðbænum.

Ok, þessi færsla er leiðinlegri en ég þorði að trúa. Vonandi hef ég eitthvað meira spennandi að skrifa um þegar ég kem heim.

Einar Örn uppfærði kl. 18:32 | 186 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (4)


Nei, mér fannst færslan á undan þessari leiðinlegri. Mjótt á mununum þó.

Hildur sendi inn - 30.01.04 20:18 - (Ummæli #1)

góða ferð dúllan mín …það er von okkar sem að færslu þessari stöndum að væ-fæ höbbinn þinn verði kominn í lag við heimkomuna.

þinn ævinlega fullur og sorglegur og ný-kominn úr jafnaðarmannapartíi og alveg sjálfsagt að fara að lúlla mjög svo sorglega drukkinn,

pr sendi inn - 31.01.04 01:04 - (Ummæli #2)

Blessaður Einar. Köln er eðal borg, að mínu mati ein sú allra skemmtilegasta í Þýskalandi. Ef þú ert þarna í einhverja daga þá eru pottþétt góðir tónleikar þarna eitthvert kvöldið. Keyptu þér blað sem heitir Prinz, fæst allstaðar og kostar 1 evru og þar er að finna allt sem í boði er þann mánuðinn. Þar er líka sú stærsta plötubúð sem ég hef heimsótt (Saturn, Underdog) og beint á móti henni er búð með notaðar plötur og svo önnur sem er full af góðri jaðartónlist.

Einar Bragi sendi inn - 02.02.04 01:34 - (Ummæli #3)

Takk fyrir þetta, nafni. Ég var einmitt að velta fyrir mér þessum skorti á tónlistarbúðum þarna. Fann eina stóra raftækjabúð og þar voru seldir tölvuleikir og dvd en engin tónlist. Fannst það frekar skrítið. Kíki á þessa búð þegar ég fer þangað næst.

Einar Örn sendi inn - 05.02.04 19:45 - (Ummæli #4)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu