« mars 13, 2004 | Main | mars 15, 2004 »

Spánn

mars 14, 2004

Ja hérna, hryðjuverkamennirnir unnu! Ok, kannski ekki alveg. En Sósíalistar unnu kosningarnar á Spáni. Þrátt fyrir ótrúlegan efnahagsbata og almennt gott ástand á Spáni ákváðu kjósendur að spreningarnar í Madrid væru Íraksstríðinu að kenna og felldu ríkisstjórnina. Ég var á Spáni fyrir tæpri viku og þá voru allir handvissir um að Íhaldsmenn myndu sigra kosningarnar, spurningin væri einungis með hversu miklum mun.

Það er sennilega erfitt að finna augljósara dæmi um að hryðjuverk hafi haft jafn bein áhrif á kosningar. Magnað!

81 Orð | Ummæli (6) | Flokkur: Stjórnmál

Lovesong

mars 14, 2004

Talandi um léleg cover lög. Á PoppTV sá ég 311 vera að spila eitt af mínum uppáhaldslögum, Lovesong. Þetta lag er upphaflega með The Cure og er á einni af mínum uppáhaldsplötum, Disintigration.

Allavegana, hérna getiði nálgast upprunalegu The Cure útgáfuna: Love Song (mp3). Þessi útgáfa er svo miklu betri en 311 cover-útgáfan að það er ekki fyndið.

Þetta er fullkomið lag til að hlusta á sunnudagskvöldi. Reyndar er öll Disintegration fullkomin hlustun á svona kvöldum.

77 Orð | Ummæli (3) | Flokkur: Tónlist

Hvernig má bjarga Liverpool

mars 14, 2004

Af því að ég elska Liverpool heitar en nokkuð annað íþróttalið þá get ég ekki lengur þolað það að liðinu sé stjórnað af óhæfum Frakka, sem gefur leikmönnum, sem ættu aldrei að spila fyrir Liverpool, endalaus tækifæri.

Liverpool liðið er núna í 7. sæti, 31 stigi á eftir Arsenal, þegar að það er aðeins búið að spila 28 leiki í deildinni. Þessi munur er svo skuggalegur að það er ekki einu sinni fyndið. Liðið er ófært um að afgreiða lakari lið, einsog sást vel í leiknum gegn Southampton í dag.

Hér eru mínar tillögur um það hvernig hugsanlega sé hægt sé að bjarga þessu liði fyrir næstu leiktíð.

  1. Skipta um þjálfara: Þetta er auðvitað fyrsta skrefið. Houllier er fyrir löngu búinn að gleyma því hvernig á að stjórna knattspyrnuliði. Kallinn er ófær um að taka réttar ákvarðanir. Hann gefur handónýtum leikmönnum einsog Biscan, Cheyrou og Heskey endalaus tækifæri en hefur selt frábæra menn einsog Anelka og Litmanen. Þeir leikmenn, sem dirfast að gagnrýna eitthvað eru svo seldir umsvifalaust.

    Einnig sýnir Houllier aðdáendum Liverpool ávallt mikla óvirðingu. Hann gefur í skyn að einu alvöru aðdáendurir séu þeir, sem mæta á Anfield í hverri viku. Hann gefur í skyn að allir þeir aðdáendur, sem gagnrýni hann, séu í raun að gagnrýna "Liverpool" og séu því ekki alvöru aðdáendur.

    Houllier hefur dregið kraft úr þeim skapandi leikmönnum, sem hafa komið til Liverpool. Hann virðist vera alveg úr takt við leikinn og er bæði liðsval hans og innáskiptingar nánast óskiljanlegar. Endalausar afsakanir hans eru löngu búnar að gera alla aðdáendur liðsins hálf geðveika.

    Fyrsta skrefið til þess að uppbygging Liverpool geti hafist á ný, er að Houllier hætti. Ég legg til að Martin O'Neill verði ráðinn í staðinn. Ef ekki hann, þá Kenny Dalglish. Í raun hver sem er, bara ekki Houllier.

  2. Taka til í leikmannahópnum: Fyrir einu ári hélt ég að það eina, sem vantaði fyrir Liverpool væri Harry Kewell. Ég hélt að hann myndi koma með þennan neista sem vantaði. Núna geri ég mér hins vegar grein fyrir því að vandamálin eru mun alvarlegri en svo.

    Í Liverpool liðinu eru að mínu mati 6 leikmenn, sem ættu heima í byrjunarliðinu: Kirkland, Hyppia, Gerrard, Kewell, Owen og Baros. Það þýðir að 6 stöður af 11 eru í lagi. Hinar 5 eru í misvondum málum. Það þarf að fá inn nýja leikmenn og losa sig við einskins nýta leikmenn.

  3. Vörnin: Liverpool eiga efnilegasta markmann Englands í Chris Kirkland og Jerzy Dudek er frábær varamarkvörður ef hann sættir sig við það hlutskipti.

    Miðverðir: Henchoz og Hyppia voru einu sinni eitt besta miðvarðarpar Evrópu. Sá tími er liðinn. Þeir tveir hafa alls ekki náð nógu vel saman í ár og breytinga er þörf. Nauðsynlegt er að fá yngri og fljótari leikmann með Hyppia. Af því, sem ég hef lesið þá líst mér vel á Dawson hjá Nottingham Forest, en ég verð að játa að ég veit ekki almennilega hvaða leikmaður myndi henta við hliðiná Hyppia. Dettur einna helst í hug Dawson eða Philippe Mexes hjá Auxerre.

    Bakverðir: Bakvarðastöðurnar eru báðar í rugli. Jamie Carragher er auðvitað mikill baráttujaxl og mun gera allt fyrir málstaðinn. Vandamálið er bara að hann er ekki nógu góður knattspyrnumaður. Hann er til dæmis ófær um að keyra upp kantinn og hjálpa til í sókninni. Einu sinni hélt ég að Steve Finnan myndi leysa öll vandamál í hægri bakverðinum en hann hefur ekki getað neitt í ár. Samt vil ég frekar gefa honum annað tímabil heldur en Carragher. Því er mikilvægt að fá örfættan vinstri bakvörð, sem getur sinnt sóknarleiknum líka.

  4. Miðjan: Á miðjunni eiga Liverpool besta miðjumann Englands í Steven Gerrard og einn besta vinstri kantmann í heimi í Harry Kewell.

    Vandamálið við miðjuna er fyrst og fremst að Dietmar Hamann og Steven Gerrard eru fremur varnarsinnaðir miðjumenn. Gerrard sækir að vísu mikið þegar hann er með Hamann, en hann myndi nýtast mun betur í varnarhlutverkinu, svipað og Vieira gerir fyrir Arsenal og Gerrard gerir með enska landsliðinu. Með Gerrard ætti síðan að vera sóknarsinnaður miðjumaður. Tveir góðir kostir í þá stöðu væru Joe Cole hjá Chelsea og Tomas Rosicky hjá Dortmund.

    Á hægri kantinum hefur Diouf verið að spila ágætlega, en hann á það til að hverfa marga leiki í röð. Diouf er sóknarmaður, sem er beðinn um að spila í vitlausri stöðu. Ég væri til í að gefa Diouf annað tækifæri en það þarf að hafa einhvern betri en Danny Murphy til að leysa hann af.

  5. Sóknin: Auðveldasta leiðin til að bæta sóknina er (ótrúlegt en satt) að fækka leikmönnum um einn: Emile Heskey. Á meðan Heskey er enn í hópnum munu þjálfarar freistast til að láta hann leika, þrátt fyrir að Niall Quinn sé betri sóknarmaður en Heskey.

    Djibril Cisse hefur lýst því yfir að hann vilji koma til Liverpool og það er vel. Cisse hefur litið mjög vel út þegar ég hef séð hann spila. Owen verður að ákveða sig hvort hann vilji eyða næstu árum með Liverpool. Ef hans áhugi liggur ekki þar, þá á að gefa Baros og Pongolle tækifæri. Sóknarmannahópur, sem samanstæði af Owen, Cisse, Baros og Pongolle væri frábær.

  6. Losa liðið við leikmenn, sem eru ekki nógu góðir fyrir Liverpool: Allir aðdáendur Liverpool þekkja þessa leikmenn, sem allir nema Houllier vita að eru ekki nógu góðir fyrir Liverpool: Emile Heskey, Danny Murphy, Bruno Cheyrou, Salif Diao, Djimi Traore og Igor Biscan. Auk þeirra ætti Liverpool að selja Hamann og Henchoz.

  7. Styrkja hópinn: Í staðinn fyrir þennan hóp ætti Liverpool að fá til sín eftirfarandi leikmenn: Thomas Rosicky eða Joe Cole, Michael Dawson, Djibril Cisse, Philippe Mexes auk vinstri og hægri bakvörðs og hægri kantmanns

Vandamál Liverpool eru það alvarleg að ég er kominn á þá skoðun að ekkert nema algjör breyting muni geta bjargað liðinu. Það þarf að skipta um þjálfara og hreinsa all verulega til í leikmannahópnum. Þetta getur ekki haldið svona áfram.

979 Orð | Ummæli (12) | Flokkur: Liverpool

Gyðingahatur í Frakklandi

mars 14, 2004

Nidra Poller, bandarískur rithöfundur, sem hefur búið í París undanfarin 30 ár, er flutt aftur til Bandaríkjanna. Ástæðan? Gyðingahatur í Frakklandi hefur aukist svo mikið að Gyðingar óttast um líf sitt í borginni. Poller skrifar góðar ritgerð um ástandið: Betrayed by Europe

Jews are being persecuted every day in France. Some are insulted, pelted with stones, spat upon; some are beaten or threatened with knives or guns. Synagogues are torched, schools burned to the ground. A little over a month ago, at least one Jew was savagely murdered, his throat slit, his face gouged with a carving knife. Did it create an uproar? No. The incident was stifled, and by common consent—not just by the authorities, but by the Jews.

Some Jews are simply frightened; they are reluctant to take the subway, walk in certain neighborhoods, go out after dark. Others, clearly identifiable as Jews, are courageous and defiant. Many, perhaps the majority, show no outward signs of Jewishness and do not seek to know the truth about the rampant and increasingly violent anti-Semitism all around them. If you are Jewish but do not defend Israel or act too religious or look too different, you are not yet a target—so why insist on monitoring the danger when daily life is so delicious?

Sjá einnig athyglisverðar fréttaskýringar frá BBC: French Jews leave with no regrets og France tackles school anti-Semitism. (via MeFi)

233 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Stjórnmál

Hvernig má bjarga Liverpool

mars 14, 2004

Af því að ég elska Liverpool heitar en nokkuð annað íþróttalið þá get ég ekki lengur þolað það að liðinu sé stjórnað af óhæfum Frakka, sem gefur leikmönnum, sem ættu aldrei að spila fyrir Liverpool, endalaus tækifæri.

Liverpool liðið er núna í 7. sæti, 31 stigi á eftir Arsenal, þegar að það er aðeins búið að spila 28 leiki í deildinni. Þessi munur er svo skuggalegur að það er ekki einu sinni fyndið. Liðið er ófært um að afgreiða lakari lið, einsog sást vel í leiknum gegn Southampton í dag.

Hér eru mínar tillögur um það hvernig hugsanlega sé hægt sé að bjarga þessu liði fyrir næstu leiktíð.

  1. Skipta um þjálfara: Þetta er auðvitað fyrsta skrefið. Houllier er fyrir löngu búinn að gleyma því hvernig á að stjórna knattspyrnuliði. Kallinn er ófær um að taka réttar ákvarðanir. Hann gefur handónýtum leikmönnum einsog Biscan, Cheyrou og Heskey endalaus tækifæri en hefur selt frábæra menn einsog Anelka og Litmanen. Þeir leikmenn, sem dirfast að gagnrýna eitthvað eru svo seldir umsvifalaust.

    Einnig sýnir Houllier aðdáendum Liverpool ávallt mikla óvirðingu. Hann gefur í skyn að einu alvöru aðdáendurir séu þeir, sem mæta á Anfield í hverri viku. Hann gefur í skyn að allir þeir aðdáendur, sem gagnrýni hann, séu í raun að gagnrýna "Liverpool" og séu því ekki alvöru aðdáendur.

    Houllier hefur dregið kraft úr þeim skapandi leikmönnum, sem hafa komið til Liverpool. Hann virðist vera alveg úr takt við leikinn og er bæði liðsval hans og innáskiptingar nánast óskiljanlegar. Endalausar afsakanir hans eru löngu búnar að gera alla aðdáendur liðsins hálf geðveika.

    Fyrsta skrefið til þess að uppbygging Liverpool geti hafist á ný, er að Houllier hætti. Ég legg til að Martin O'Neill verði ráðinn í staðinn. Ef ekki hann, þá Kenny Dalglish. Í raun hver sem er, bara ekki Houllier.

  2. Taka til í leikmannahópnum: Fyrir einu ári hélt ég að það eina, sem vantaði fyrir Liverpool væri Harry Kewell. Ég hélt að hann myndi koma með þennan neista sem vantaði. Núna geri ég mér hins vegar grein fyrir því að vandamálin eru mun alvarlegri en svo.

    Í Liverpool liðinu eru að mínu mati 6 leikmenn, sem ættu heima í byrjunarliðinu: Kirkland, Hyppia, Gerrard, Kewell, Owen og Baros. Það þýðir að 6 stöður af 11 eru í lagi. Hinar 5 eru í misvondum málum. Það þarf að fá inn nýja leikmenn og losa sig við einskins nýta leikmenn.

  3. Vörnin: Liverpool eiga efnilegasta markmann Englands í Chris Kirkland og Jerzy Dudek er frábær varamarkvörður ef hann sættir sig við það hlutskipti.

    Miðverðir: Henchoz og Hyppia voru einu sinni eitt besta miðvarðarpar Evrópu. Sá tími er liðinn. Þeir tveir hafa alls ekki náð nógu vel saman í ár og breytinga er þörf. Nauðsynlegt er að fá yngri og fljótari leikmann með Hyppia. Af því, sem ég hef lesið þá líst mér vel á Dawson hjá Nottingham Forest, en ég verð að játa að ég veit ekki almennilega hvaða leikmaður myndi henta við hliðiná Hyppia. Dettur einna helst í hug Dawson eða Philippe Mexes hjá Auxerre.

    Bakverðir: Bakvarðastöðurnar eru báðar í rugli. Jamie Carragher er auðvitað mikill baráttujaxl og mun gera allt fyrir málstaðinn. Vandamálið er bara að hann er ekki nógu góður knattspyrnumaður. Hann er til dæmis ófær um að keyra upp kantinn og hjálpa til í sókninni. Einu sinni hélt ég að Steve Finnan myndi leysa öll vandamál í hægri bakverðinum en hann hefur ekki getað neitt í ár. Samt vil ég frekar gefa honum annað tímabil heldur en Carragher. Því er mikilvægt að fá örfættan vinstri bakvörð, sem getur sinnt sóknarleiknum líka.

  4. Miðjan: Á miðjunni eiga Liverpool besta miðjumann Englands í Steven Gerrard og einn besta vinstri kantmann í heimi í Harry Kewell.

    Vandamálið við miðjuna er fyrst og fremst að Dietmar Hamann og Steven Gerrard eru fremur varnarsinnaðir miðjumenn. Gerrard sækir að vísu mikið þegar hann er með Hamann, en hann myndi nýtast mun betur í varnarhlutverkinu, svipað og Vieira gerir fyrir Arsenal og Gerrard gerir með enska landsliðinu. Með Gerrard ætti síðan að vera sóknarsinnaður miðjumaður. Tveir góðir kostir í þá stöðu væru Joe Cole hjá Chelsea og Tomas Rosicky hjá Dortmund.

    Á hægri kantinum hefur Diouf verið að spila ágætlega, en hann á það til að hverfa marga leiki í röð. Diouf er sóknarmaður, sem er beðinn um að spila í vitlausri stöðu. Ég væri til í að gefa Diouf annað tækifæri en það þarf að hafa einhvern betri en Danny Murphy til að leysa hann af.

  5. Sóknin: Auðveldasta leiðin til að bæta sóknina er (ótrúlegt en satt) að fækka leikmönnum um einn: Emile Heskey. Á meðan Heskey er enn í hópnum munu þjálfarar freistast til að láta hann leika, þrátt fyrir að Niall Quinn sé betri sóknarmaður en Heskey.

    Djibril Cisse hefur lýst því yfir að hann vilji koma til Liverpool og það er vel. Cisse hefur litið mjög vel út þegar ég hef séð hann spila. Owen verður að ákveða sig hvort hann vilji eyða næstu árum með Liverpool. Ef hans áhugi liggur ekki þar, þá á að gefa Baros og Pongolle tækifæri. Sóknarmannahópur, sem samanstæði af Owen, Cisse, Baros og Pongolle væri frábær.

  6. Losa liðið við leikmenn, sem eru ekki nógu góðir fyrir Liverpool: Allir aðdáendur Liverpool þekkja þessa leikmenn, sem allir nema Houllier vita að eru ekki nógu góðir fyrir Liverpool: Emile Heskey, Danny Murphy, Bruno Cheyrou, Salif Diao, Djimi Traore og Igor Biscan. Auk þeirra ætti Liverpool að selja Hamann og Henchoz.

  7. Styrkja hópinn: Í staðinn fyrir þennan hóp ætti Liverpool að fá til sín eftirfarandi leikmenn: Thomas Rosicky eða Joe Cole, Michael Dawson, Djibril Cisse, Philippe Mexes auk vinstri og hægri bakvörðs og hægri kantmanns

Vandamál Liverpool eru það alvarleg að ég er kominn á þá skoðun að ekkert nema algjör breyting muni geta bjargað liðinu. Það þarf að skipta um þjálfara og hreinsa all verulega til í leikmannahópnum. Þetta getur ekki haldið svona áfram.

979 Orð | Ummæli (12) | Flokkur: Liverpool

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33