« Heimaræktað spaghettí | Aðalsíða | GB, Metallica og djamm »

Chevé Chevé Chevé Chevé

apríl 02, 2004

Jei, föstudagur. Ég ætlaði að vera snjall og skipuleggja mig þannig að ég yrði búinn snemma í dag. Það endaði á því að ég sat 3 fundi eftir klukkan 2 og var ekki kominn heim fyrr en hálf sjö. Ég er snillingur!

Var næstum því lentur í árekstri á leiðinni heim, því það var svo sæt stelpa sem sat í strætóskýli á leiðinni. Minnir mig á einhverja umræðu fyrir nokkrum árum um að það mættu bara vera ákveðið margir litir í auglýsingum á bílum, því of margir litir myndu trufla aðra vegfarendur og gætu ollið slysum. Einhver sagði þá að mun gáfulegra væri að banna sætar stelpur í umferðinni.

Ég á erfitt með að greina andlit, sem eru svona 20 metra frá mér. Þetta veldur því að mér þykir frekar óþægilegt að mæta fólki á götu. Ég átta mig nefnilega aldrei fyrr en að ég er kominn uppað fólkinu hver það er. Stundum eru síðustu metrarnir ekki nóg til að átta sig á því hver þetta er, svo það heldur sennilega fullt af fólki, sem ég þekki lítið, að ég sé dónalegur og heilsi ekki fólki á götu úti. Það er ekki rétt. Ég er einfaldlega stundum ekki nógu fljótur að fletta uppí minninu. :-)

Þess vegna ef ég sé sæta stelpu nálgast útá götu, þá lít ég vanalega undan en lít svo aftur upp þegar hún er komin nógu nálægt til að sjá hvernig hún lítur út. Þetta er dálítið skrítinn siður, en sennilega betri en að stara á manneskjuna allan tímann meðan viðkomandi nálgast.

Og já, ég á gleraugu, en nenni ekki að vera með þau.


Svona aðeins til að draga úr því góða skapi, sem ég er búinn að vera í í dag, er ekkert betra en að lesa nokkur komment frá meistara Houllier (Sorrí, Jens). Fyrst úr þessari grein

I am quite happy with our form and we have a good record of attempts at goal which shows you we do try and score goals.

Hjúkket! Ég hélt nefnilega að hann vildi ekki að liðið myndi skora mörk. Reyndar gæti maður haldið það á stundum. Getur líka einhver sagt þessum bjána að síðustu 8 deildarleikirnir til að ná FJÓRÐA sætinu eru EKKI bikarúrslitaleikir.

Einnig

It is a good thing he wants to play but he knows why he is not playing. We have kept three clean sheets in our last three Premiership games so he will have to bid his time.

Nú hugsar einhver: Frábært! Halda hreinu þrjá leiki í röð! Og jú, þangað til að maður skoðar á móti hvaða liðum þetta var: Leicester, Wolves og Portsmouth. Þau lið eru einmitt í 17., 18. og 20. sæti. Stórkostlegur árangur!


En nei, læt Houllier ekki koma mér í vont skap.

Ok, starfsmannapartí Serrano í kvöld. Gaman gaman. Er búinn að vera að hlusta á The Darkness síðustu mínúturnar og maður kemst alltaf í stuð við að hlusta á þá.

Monday rowing
Tuesday badminton
Dancing on a Friday night
I got ping pong on Wednesday
Needlework on Thursday
Dancing on a Friday night

Nákvæmlega! Góða helgi!

Einar Örn uppfærði kl. 19:38 | 509 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (2)


Hmmm. Ég mætti þér á götu í vikunni og gat ekki séð á þér að þú hefðir nokkru sinni séð mig áður.

Hildur sendi inn - 03.04.04 18:44 - (Ummæli #1)

Þetta er allt-í-K, ég er búinn að gefast upp á þessari vonlausu baráttu gegn fótboltalausu-bloggi, þannig að ég er bara líka byrjaður að blogga um fótbolta.

Og þar sem öll mín viska á þessu sviði, liggur í gegn um hálf-lesna pistla á þessari síðu -þá er von á góðu?

Allavega, þá urðu mínar fyrstu hugleiðingar um það hvað verður um Man. Utd. áhangendur eftir dauðann.

Áhugavert viðfangsefni. :-)

Jensi sendi inn - 04.04.04 00:33 - (Ummæli #2)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu