« apríl 06, 2004 | Main | apríl 15, 2004 »

Cubs í eldhúsinu

apríl 14, 2004

cubsieldhusinu.jpg

Chicago Cubs hafnabolti, í beinni útsendingu frá Atlanta, þráðlaust á fartölvu í eldhúsinu mínu á Hagamel.

Ég eeeeeeeelska internetið!

19 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Myndablogg

Take your mama out

apríl 14, 2004

Það er ekki fyndið hvað “Take your mama out” með Scissor Sisters er fáránlega grípandi lag. Furðulegt hvað maður getur skipt um skoðun á hljómsveit á nokkrum dögum. Fyrir einhverjum vikum var ég að bölva þeim fyrir cover útgáfu af “Comfortably Numb”. Ég asnaðist svo til þess að hafa PoppTV á í sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum og þá heyrði ég “Take your mama out” og ég varð gjörsamlega hooked við fyrstu hlustun.

Scissor Sisters er alveg fáránlega skemmtilega hallærislegt band, en ég eignaðist diskinn fyrir nokkrum dögum og hann er algjör snilld. Einhvers konar dískóskotið rokk. Ótrúlega hressandi.

“Take your mama out” er svo catchy að ég var með það á repeat nánast allt kvöldið þegar ég fór á djammið á föstudaginn langa. Meira að segja þegar ég var að raka mig var ég með lagið á repeat og var byrjaður að dansa í miðjum rakstri, sem er eftiá að hyggja ekki mjög snjallt múv. En mér tókst það án þess að skera mig. Síðan þegar það kom fólk í heimsókn ákvað ég að playlistinn í partýinu yrði ansi litaður af þessu lagi.

Eftir að hafa hlustað á “Take your mama out” svona 20 sinnum á föstudagskvöldið fór ég með vinum á djammið. Fórum á Hverfis þar sem var fáránlega troðið og dj-inn spilaði “Sísí Fríkar Úti”. Jesús almáttugur hvað það er leiðinlegt lag. En ég var samt í góðu skapi, þrátt fyrir að aðalgellan hefði verið á leið út þegar ég kom inn. Hefði þó sennilega tapað mér ef að “Scissor Sisters” hefðu verið spiluð á Hverfis. Það hefði ekki verið gott því það voru 200 manns á dansgólfinu og plássið eftir því.

274 Orð | Ummæli (5) | Flokkur: Dagbók & Tónlist

Úfffff

apríl 14, 2004

Vá, síðan búin að vera niðri í heila viku. Og það á versta tíma, yfir alla páskana þegar mig langaði svo oft að skrifa eitthvað. Spurning hvort áhugi minn á þeim umfjöllunarefnum hafi ekki minnkað núna.

Allavegana, þetta var tölvukalla-klikk. Ég ætla að veðja við einhvern í vinnunni minni að það geti ekki liðið 2 vikur án þess að ég lendi í einhverju tölvuböggi. Tölvukerfi bara virðast ekki getað virkað mikið lengur en það. Já, ef allir ættu bara Makka.

En allavegana, held að síðan sé komin upp. Það væri gaman ef einhver myndi kommenta þegar þeir sjá þetta, svo ég viti að síðan virki ekki bara á Hagamelnum.


Já, og er þetta ekki bara gott mál? Ég er hvort eð er svo oft ósammála Birni Bjarna, þannig að ég tippa á að svo sé líka núna. Nenni ekki að lesa þetta allt, en það, sem hefur verið matað oní mig um þetta frumvarp, hljómar ekki vel. Já, og svo styður flokkur framfarasinna þetta frumvarp. Það getur ekki vísað á gott.



171 Orð | Ummæli (6) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33