« Þjófar í Írak | Aðalsíða | Isaac »

Þú skalt ekki gagnrýna Davíð!

apríl 26, 2004

Er ekki gaman að búa á landi þar sem löggjöf fer eftir geðþóttaákvörðunum eins manns?

Ef að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins samþykkja þetta frumvarp án mótmæla þá minnkar álit mitt á flokknum enn frekar. Ég get rétt ímyndað mér hvurslags andóf hefði orðið í flokknum ef að vinstri menn hefðu viljað koma í veg fyrir einræði Mogganns fyrir einhverjum árum.

Trúa Sjálfstæðismenn virkilega ruglinu í sjálfum sér um að þetta snúist ekki um að koma böndum á miðla sem gagnrýna Davíð? Trúir virkilega einhver Sjálfstæðismaður að þetta frumvarp væri staðreynd ef að Fréttablaðið, DV og hinir miðlarnir hefðu stutt flokkinn í stað þess að vera með markvissa gagnrýni á ríkisstjórnina undanfarin ár? Væri frumvarpið staðreynd ef að Eimskip ætti Norðurljós?

Davíð er búinn að stjórna hérna öllu síðan ég fermdist og nú sannar hann að gagnrýni á hann verður ekki liðin. Davíð er ótrúlega fljótur að gleyma öllum hugsjónum. Í stað hugsjóna lætur hann stjórnast af andúð á einstaka menn og fyrirtæki. Þetta er sorglegt.


Hvenær ætli Deigluliðar drífi sig nú og segir sig úr flokknum? Þeir virðast vera einu Sjálfstæðismenn á Íslandi, sem þora að gagnrýna. Gott hjá þeim! Vonandi fjölgar slíkum mönnum innan þessa sífellt versnandi íhaldsflokks.

Flestallir fótgönguliðar bæði innan þingflokks og utan hans eru lygilega fljótir að gleyma öllum hugsjónum þegar þeir þurfa að finna einhver veik rök til að verja ákvarðanir Davíðs. Þetta er sorglegur hópur.

Einar Örn uppfærði kl. 19:38 | 230 Orð | Flokkur: Stjórnmál



Ummæli (1)


Hmm, kemur einhverjum kjósenda sjálfstæðisflokks þetta kannski á óvart? Davíð er eins og fíllinn, gleymir engu og fyrirgefur ekkert, kremur andstæðinga sína með öllum sínum þunga.

Þingmenn flokksins er samsafn liðleskja sem eru eins og litlir heilalausir ormar sem éta moldina eftir skilaboðum klæðlauss keisara síns.

Er hægt að viðhafa minni orð um ráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins þegar “afrekaskrá” þeirra á þessu kjörtímabili er skoðuð?

Íslendingar: til hamingju - ykkur hefur tekist á örskömmum tíma að breyta þessu unga semi-lýðræði í fasistaeinveldi. Eða er einhver munur á því hvernig Íslandi er stjórnað eða Ítalíu á tímum Mússólíni?

Ragnar sendi inn - 27.04.04 17:32 - (Ummæli #1)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu