« Bilbao | Aðalsíða | Ég elska þessa borg! »

Á hótelherbergi í Bilbao

maí 11, 2004

Af hverju í andskotanum er Power Point svona hræðilega hægvirkt á tölvunni minni? Bill Gates, af hverju gerirðu mér þetta?

Úff, ég veit ekki hvort að það er bjórinn eða hvort kynningin mín sé að verða fyndnari þegar líður á kvöldið. Kynningin er komin uppí 43 síður. Það er alltof mikið. Er að reyna að forðast það að vera ekki bara að lesa upp af slædunum. Þarf að minnka textann aðeins.

Í sjónvarpinu núna er Mulholland Drive á spænsku. Spurning hvort ég átti mig á myndinni núna þegar hún er á spænsku . Hvað er eiginlega málið með þennan rauða lampa? Og hvað er dvergurinn úr Twin Peaks að gera þarna? Mikið er þetta samt góð mynd.

Einhvern veginn finnst mér ég alltaf vera í fríi þegar ég er í útlöndum og því er það þvílíkt erfitt að rembast við að sitja hérna inná hótelherbergi pikkandi inná tölvuna mína. Fór niður á barinn áðan og pikkaði þar í klukkutíma og drakk bjór. Smakkaði líka á versta snakki í heimi. Það var álíka vont og svínafitan, sem Danir borða.


Já, og svo vitiði það börnin góð að það er hættulegt að keyra um á lyftara. Ath. fjörið byrjar eftir 2 mínútur og 30 sekúndur. Æ fokk, ekki meira netráp, verð að fara að klára þetta.

(Skrifað í Bilbao klukkan 22.14)

Einar Örn uppfærði kl. 20:14 | 219 Orð | Flokkur: Ferðalög



Ummæli (3)


úff hvað maður öfundar þig á öllum þessum útlandaferðum. hjá hverjum sefur þú eillega ?

majae sendi inn - 14.05.04 10:17 - (Ummæli #1)

hey síðan þín er með næstum alveg sama bakgrunnslit og þessi síða: http://www.duduplus.com/ilike.html

katrín sendi inn - 15.05.04 11:45 - (Ummæli #2)

Vá, þessi “I like you” síða er æði :-)

Einar Örn sendi inn - 16.05.04 22:41 - (Ummæli #3)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu