« maí 24, 2004 | Main | maí 26, 2004 »

Mourinho

maí 25, 2004

Nú virðist svo vera að það sé sjens á því að Mourinho komi til Liverpool? Liverpool Echo segir að hann sé efstur á óskalista Liverpool.

Mourinho er pottþétt sá maður, sem ég vil sjá taka við Liverpool. Hann er klár, ungur og virðist lifa sig allan inní leiki. Mourinho virðist geta valið úr störfum hjá Chelsea eða Liverpool. Við verðum bara að vona að hann láti skyndigróða hjá Chelsea ekki freista sín, heldur taki frekar við sigursælasta liði Englands fyrr og síðar :-)

Í greininni í Liverpool Echo er talað um að Mourinho sé “líklegastur” til að taka við stjórastarfinu hjá Liverpool og þar á eftir komi Benitez hjá Valencia. Mér líst frábærlega á báða aðila (og reyndar líka Martin O’Neill). Ef ég ætti hins vegar að velja yrði það Mourinho.

And Mourinho, who is preparing his Porto side for tomorrow’s Champions League final against Monaco, has moved to the top of Anfield’s shortlist as the Liverpool board narrow their sights in the search for Houllier’s successor.

Mourinho has been linked heavily with a move to Chelsea in recent weeks but Liverpool are ready to battle with the Londoners for his signature.

Liverpool cannot compete with the £4million-a-year salary Chelsea are offering, but have been encouraged by Mourinho’s con-cern over Roman Abramovich’s inclination to involve himself in the purchase of players and his pronouncement he is interested in a role at Anfield.

Jei, hvað það væri góð byrjun á sumrinu ef að Heskey og Houllier færu og Mourinho tæki við.

250 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Liverpool

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33