« Liverpool blogg | Aðalsíða | Hverjum ertu lík(ur)? »

Ræktin

maí 26, 2004

Jedúddamía, ég veit ekkert hvað ég á að skrifa á þessa síðu núna þegar Liverpool færslurnar eru komnar yfir á Liverpool Bloggið, sem er uppfært oft á dag. Snýst líf mitt bara um Liverpool? Ég er farinn að halda það.

Ok, allavegana, ég er með harðsperrur! Ég er búinn að vera með einkaþjálfara í World Class í gær og í dag. Ef það er einhver vöðvi í líkamanum, sem ég er ekki með harðsperrur í, þá er það helst tungan. Mig verkjar í alla aðra vöðva.

Þetta er nokkuð magnað, því ég er alltaf í ræktinni í hádeginu og hef ekki fengið harðsperrur í nokkrar vikur. Það er greinilegt að smá tími með þjálfara getur breytt ansi miklu.

Annars þá er alltof lítið af sætum stelpum í World Class í hádeginu. Ég veit að ég hef kvartað undan þessu áður, en núna er þetta komið útí óefni. Ég hélt að hlutirnir myndu lagast þegar Ungfrú Ísland stelpurnar færu að æfa þarna, en þær kjósa greinilega að æfa ekki á milli 12 og 13.15 einsog ég.

Ég hef reyndar aldrei skilið það hvernig líkamsræktarstöðvar eiga að vera einhverjir pikkup staðir (samkvæmt bandaríska Queer as Folk, þá eru líkamsræktarstöðvar miklar pikkup stöðvar fyrir homma - Brian höstlar bara með því að horfa á einhverja sæta gaura. Er ekki djúpt hjá mér að draga svona ályktanir af Queer as Folk?). Allavegana, mér finnst þetta samt ekki efnilegur staður, þar sem ég er nefnilega alltaf alveg einstaklega sjúskaður í ræktinni.

Ég á erfitt með að finna tíma, sem ég lít verr út en eftir klukkutíma í líkamsrækt. Helst dettur mér í hug það hvernig ég lít eftir 6 bjóra klukkan 5 á laugardagskvöldi. Fyndið að fólk reyni að ná sér í maka þegar það lítur jafn hræðilega út og það gerir jafnan á fylleríi.


Annars eru hér myndir af keppendunum í Ungfrú Ísland. Ég fékk boðsmiða á keppnina og er að spá í að fara. Fór í fyrsta skipti í fyrra og það var nú ekkert sérstaklega skemmtilegt en maturinn var góður og ég hef ekkert betra við tíma minn að gera. Svo getur maður líka bara teipað Gísla Martein.

Held að þessi stelpa vinni, allavegana ef þetta er stelpan sem ég sá í World Class í síðustu viku.

Já, og er þessi stelpa ekki alveg einsog kærasta Hugh Grant í Love Actually eða er ég bara geðveikur? Ég held samt með Fjólu. Við Emil höfum alltaf haldið því fram að Serrano sé með myndarlegasta starfsfólkið af öllum skyndibastöðum á Íslandi og þetta yrði skemmtileg staðfesting á því :-)


Ég horfði á Love Actually á sunnudaginn. Æðisleg mynd. Það er reyndar stórkostlega sorglegt að horfa á rómantíska gamanmynd einn heima, en hverjum er ekki sama? Ég fíla Hugh Grant og skammast mín ekki fyrir það. Já, og vááááá hvað Keira Knightley er sæt! Ég táraðist næstum því þegar Mark var að reyna að sjarmera hana með spjöldunum.


Já, og The Streets eru gargandi snilld. Keypti nýja diskinn á Heathrow og þetta er æði. Sýnir að það borgar sig að taka mark á tónlistargagnrýninni hjá Bigga í Maus í Fréttablaðinu. Gefið The Streets sjens. Þetta hljómar kannski ekki spennandi við fyrstu hlustun, en þetta er snilld. Með bestu hip-hop diskum síðari ára.

Einar Örn uppfærði kl. 23:03 | 537 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (8)


Rakst inn á síðuna frá annari síðu.. Vildi bara hrósa Serrano:D … hann er algjört æði … :-)

Sara :-) sendi inn - 26.05.04 23:49 - (Ummæli #1)

Takk kærlega :-)

Mér finnst þú æði fyrir að finnast Serrano æði :-)

Einar Örn sendi inn - 27.05.04 00:01 - (Ummæli #2)

Um hvað á að blogga?

Tja… hvernig væri að hella sér út í stelpubloggin og tónlistarbloggin (eins og þú virðist reyndar ætla að gera), svo hægt að henda smá kvikmyndabloggi og líkamsræktarbloggi inn í þetta. Svo mættir þú alveg fara að koma með eitt bókablogg, kominn tími á það.

Strumpkaveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 27.05.04 00:02 - (Ummæli #3)

Hmmm, þú verður nú að finna þér sæta stelpu í ræktinni. Þá kannski færðu harðsperrur í tunguna líka :-)

Sigga Sif sendi inn - 27.05.04 15:57 - (Ummæli #4)

Ehem, Sigga. Ég hefði kannski mátt vita að einhver myndi tengja þessa tvo hluti í færslunni saman :-)

Einar Örn sendi inn - 27.05.04 19:00 - (Ummæli #5)

neiii ekki líkamsræktarblogg!!! það er ekkert leiðinlegra en svona “ég er ekki búinn að borða neitt nammi í dag svo fór ég á æfingu og hljóp í 50mínútur og lyfti svo og fékk mér svo bara hollan og góðan mat eftir á blkablablablab”

katrín sendi inn - 28.05.04 11:41 - (Ummæli #6)

gleymdi einu.. það er bara eitt sem er stórkostlega sorglegra en að horfa einn á love actually, það er það sem ég gerði, horfði á hana ein og skildi hana ekki!

katrín sendi inn - 28.05.04 11:53 - (Ummæli #7)

Hey, Katrín, ég var ekkert að tala um neitt slíkt. Rétt minntist á harðsperrurnar og var svo bara að tala um stelpurnar í ræktinni. Það er nú ekkert svo slæmt :-)

Einar Örn sendi inn - 28.05.04 13:32 - (Ummæli #8)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu