« Al Gore | Aðalsíða | Ólafur! »

Fegurðarsamkeppni og jakkaföt á djamminu

maí 31, 2004

Fór á Ungfrú Ísland á laugardagskvöldið. Það var líkt og síðast mjög fínt. Líkt og í fyrra, komst stelpan, sem mér fannst sætust ekki í úrslit.

Eflaust er ég með skrítinn smekk á kvenfólki, en mér finnst þessi stelpa sætari en þessi stelpa, alveg einsog í fyrra þá fannst mér þessi stelpa miklu sætari en þessi stelpa. Er ég bara með svona skrítinn smekk á kvenfólki, eða er dómnefndin alveg lost? Dómnefndin og ég getum ekki einu sinni verið sammála um hvaða stelpur eiga að komast í úrslit.

Reyndar get ég í raun bara dæmt af myndum, þar sem ég sé ekkert alltof vel og við sátum á borði um 20 metra frá sviðinu. Það þýddi að ég gat ekki greint andlitin nákvæmlega. Ég ætlaði að taka með mér gleraugu, en ákvað þess í stað að setjast á þau og eyðileggja rétt fyrir keppnina.

Fór svo á Hverfis eftir keppnina í jakkafötum. Get varla lýst því hversu asnalega mér leið í jakkafötum á djamminu. Samt, þá leið mér dálítið einsog þegar ég var í fimmta bekk í Verzló og ég fór með vinum mínum í jakkafötum á Skuggabarinn og við reyktum vindla og drukkum skrúvdræver. Thós ver ðe deis, mæ frend!

Einar Örn uppfærði kl. 20:20 | 201 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (5)


“en ákvað þess í stað að setjast á þau og eyðileggja þau rétt fyrir keppnina.”

hehe ótrúlega góð ákvörðun ekkva :-)

katrín sendi inn - 31.05.04 23:34 - (Ummæli #1)

Ég var ekki sammála ákvörðunum dómnefndar en ég get ekki sagt að ég sé sammála þér heldur…

Óli sendi inn - 01.06.04 09:57 - (Ummæli #2)

Bíddu, hver átti að vinna að þínu mati, Óli. Það verður að fylgja :-)

Einar Örn sendi inn - 01.06.04 18:48 - (Ummæli #3)

Hmmm…ég hefði viljað sjá Sigrúnu Bender og Fjólu í efstu tveim sætunum. Á erfitt með að gera á milli þeirra.

Óli sendi inn - 02.06.04 01:34 - (Ummæli #4)

Mér fannst Fjóla eiga þetta langt mest skilið, miklu sætari en hinar :-)

Birna sendi inn - 02.06.04 03:50 - (Ummæli #5)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu