« Fegurðarsamkeppni og jakkaföt á djamminu | Aðalsíða | Sjónvarpsefni? »

Ólafur!

júní 02, 2004

Ég var einmitt að hugsa um hvað það væri lítið í fréttunum þessa dagana. Þá kemur Ólafur Ragnar og reddar málunum. Mér fannst þetta kvót hjá Betu best:

mér líður svolítið eins og mér leið þegar brit prime minister [hugh grant] sagði usa prez [billy bob thornton] til syndanna í love actually. svolítið sorglegt að einsdæmi í íslenskum stjórnmálum minni mig á rómantíska gamanmynd.

Nákvæmlega!

Ég legg til að það verði líka inná þjóðaratkvæðagreiðslunni að við megum taka okkur útaf lista hinna staðföstu þjóða.

Jei! Davíð ræður ekki öllu á Íslandi. Mikið er gott að við hin megum nú ráða einhverju pínu.

Einar Örn uppfærði kl. 17:51 | 102 Orð | Flokkur: Stjórnmál



Ummæli (2)


var það ekki listi hinna staðföstu þjóða?

evah sendi inn - 02.06.04 19:55 - (Ummæli #1)

Jú, auðvitað. Laga þetta, takk :-)

Einar Örn sendi inn - 02.06.04 20:06 - (Ummæli #2)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu