« Spurning? | Aðalsíða | Frétt ársins »

Ég elska Audrey!

júní 08, 2004

Ég er búinn að vera með útlending í heimsókn í allan dag tengdan vinnunni. Ég veit ekki hvað það er, en ég virðist alltaf vera þreyttari í lok dags þegar ég hef verið á flakki um bæinn í jakkafötum. Var algjörlega örmagna þegar ég kom heim. Borðaði á La Primavera, sem er enn æði.

Labbaði svo aðeins um bæinn með útlendingnum. Lækjargatan var viðbjóður, allt í rusli. Reyndi að útskýra fyrir honum hvað Davíð Oddson væri að gera á Íslandi. Úr varð hin skemmtilegasta saga. Gaurinn hló allan tímann. Ég kryddaði þetta smá, en náttúrulega er þetta bara djók allt saman.

Allavegana, ég kom heim og horfði á endann á Breakfast at Tiffany’s. Ég elska þá mynd. Og ég elska Audrey Hepburn. Hún er náttúrulega ekkert eðlilega sæt. Sjáiði bara þessa mynd!

Ótrúleg!

Einar Örn uppfærði kl. 23:18 | 133 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (5)


Nei! ÉG elska hana! :-)

JBJ sendi inn - 09.06.04 01:20 - (Ummæli #1)

Valin fegursta kona allra tíma af fagfólki í fegrunarbransanum. Þarf eitthvað frekar að segja?

Björn Friðgeir sendi inn - 09.06.04 05:59 - (Ummæli #2)

Þetta er reyndar arfaslök mynd af henni sem er hérna :-)

JBJ sendi inn - 09.06.04 08:34 - (Ummæli #3)

Haaaaaaaaaa? “Arfaslök mynd” Ertekkað grínast í mér?

Hérna er önnur

Einar Örn sendi inn - 09.06.04 09:06 - (Ummæli #4)

já hún er ekkert smá sæt, risa plagat með þessari mynd hangir einmitt í herberginu hennar ylfu hérna í danmörku þannig alltaf þegar ég sef uppí hjá ylfu (sem er oft!) þá glápi ég á þetta plagat

katrín sendi inn - 09.06.04 15:43 - (Ummæli #5)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu