« Arfleið Reagans | Aðalsíða | Fahrenheit 911 »

Umfjöllun um Liverpool Blogg

júní 14, 2004

Liverpool bloggið okkar Kristjáns hefur farið gríðarlega vel af stað. Síðan er uppfærð nokkrum sinnum á dag og hefur aðsóknin verið mikil. Alls um 6.000 heimsóknir á þessum tæpu þrem vikum, sem síðan hefur verið í loftinu.

Í dag bætist svo við umfjöllun um síðuna á fótbolti.net. Þar er ég kallaður KR-ingur, sem mun sennilega gleðja marga. Ætli þetta sé samt ekki bara nokkuð rétt. Í mörgum tilfellum finn ég allavegana sterkari tilfinningar til KR en til míns gamla félags, Stjörnunnar. Ætli það hafi ekki verið vegna þess að árin í KR voru mun skemmtilegri og að ég bý núna í Vesturbænum.

En allavegana, ég hef haft rosalega gaman af því að sjá um Liverpool bloggið. Ég hafði haldið mikið aftur á mér á þessari síðu í fótboltaumfjöllun, en núna getur maður skrifað eins mikið og manni langar til um Liverpool. Einnig eru þetta svo spennandi tímar fyrir Liverpool að það er nánast alltaf eitthvað til að skrifa um.

En ef einhverjir hafa ekki kíkt á síðuna, eða þekkja vini og ættingja, sem eru Liverpool aðdáendur, endilega látið þá vita af síðunni.

Einar Örn uppfærði kl. 18:06 | 182 Orð | Flokkur: Íþróttir



Ummæli (4)


Það er líka mjög gaman að lesa liverpool bloggið ykkar… fínt að fá fréttirnar og slúðrið aðgengilegt sig :-)

Bryndís sendi inn - 15.06.04 05:41 - (Ummæli #1)

Takk :-)

Einar Örn sendi inn - 15.06.04 14:08 - (Ummæli #2)

Kevin Keegan is the Best !

Göran Carlsson sendi inn - 20.10.04 23:40 - (Ummæli #3)

Kevin Keegan is the best player ever I mean.

Göran Carlsson sendi inn - 20.10.04 23:42 - (Ummæli #4)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu