« Nederland | Aðalsíða | Girl Power! »

Beastie Boys, Dylan, EM2004 og Texas

júní 21, 2004

Uppfærslur á þessari síðu eru orðnar alveg fáránlega fáar. Fyrir því eru svosem ýmsar ástæður. Kem meira inná það seinna.

Spilaði í kvöld minn fyrsta leik í utandeildinni í tvö ár, núna með Magic en áður spilaði ég með FC Diðrik. Ég lék afleitlega einsog reyndar allt liðið, en ég náði þó að setja eitt mark þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Leikurinn var spilaður í 20 stiga hita og sólskini. Lygilega gott veður. Ég þarf nauðsynlega að koma mér í hlaupaform! Er í mjög fínu formi, fyrir utan það að ég hef nánast ekkert hlaupið síðasta hálfa árið.


Er búinn að vera að hlusta á nýja Beastie Boys diskinn, To The 5 Boroughs, sem er algjört æði.

Ég er nógu mikill Beastie Boys fan til að hafa farið útí plötubúð daginn eftir að diskurinn kom út til að kaupa hann. Hann er núna á svona 7. hlustun og verður betri og betri. Beittir textar og flott bít. Hvað getur maður beðið um meira? MCA er með flottustu rapprödd í heimi (fyrir utan kannski Chali 2na úr Jurassic 5).


Ég hef verið mun duglegri við að uppfæra Liverpool heimasíðuna, enda hefur líf mitt snúist dálítið mikið um fótbolta undanfarið. Ég er orðinn verulega stressaður fyrir miðvikudaginn. Veit ekki hvort ég mun höndla það að sjá Þýskaland fara áfram á kostnað Hollands. Treysti á minn mann, Milan Baros, til að klára Þjóðverjana. Annars bendi ég á tvo pistla (og tengdar umræður) af Liverpool blogginu, sem aðdáendum annarra liða ættu að þykja athyglisverðar.

Má ég kynna: Milan Baros
Hvað er í gangi hjá Stevie G?


Eitt af því góða við að vera ungur er að maður uppgötvar stundum gamla snillinga í tónlistinni, og þá getur maður sankað að sér klukkutímum af efni, sem maður hefur aldrei kunnað að meta áður fyrr. Slíkt er að gerast hjá mér með Lou Reed, en samt aðallega með Bob Dylan.

Ég á eiginlega erfitt að lýsa því hversu hrifinn ég er af Dylan. Það er sama hvaða plötu ég spila, þetta er allt snilld. Núna er Blood on tracks í miklu uppáhaldi hjá mér. Simple Twist of Fate er ææææði, Idiot Wind líka. Fokk, þetta er allt snilld, hvert einasta lag. Það er yndislegt að vita til þess að þegar ég fæ einn góðan veðurdag leið á Blood on the Tracks, þá get ég bara fundið einhverja aðra af þessum snilldarplötum meistara Dylan.


Ég er svo að fara í viðskiptaferð til Houston á laugardaginn og verð í 5 daga. Í Houston er eflaust svona 60 gráðu hiti. Í raun er ekki líft í Texas á sumrin. Hef komið einu sinni til Texas, þegar ég fór að sjá goðið mitt, Roger Waters, spila í Houston. Þá var viðbjóðslega heitt. Ég veit ekki hvort ég mun höndla það að vera í jakkafötum þarna :-)

Einar Örn uppfærði kl. 23:10 | 466 Orð | Flokkur: Dagbók & Tónlist & Íþróttir



Ummæli (5)


Dylan er bara alltof góður. Ágúst Flygenring var að koma heim úr London og keypti fyrir mig John Wesley Harding og fyrsta diskinn hans Dylans (Bob Dylan). Þessir diskar hafa verið í stöðugri spilun síðan, sérstaklega JWH.

Síðan af gefnu tilefni vil ég minna á Bringing It All Back Home og Highway 61 Revisited, svona þegar þú ert kominn með leið á Blood on the Tracks.

Strumpakveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 22.06.04 00:15 - (Ummæli #1)

það liggur við að ég öfundi þig fyrir að vera að uppgötva snilli meistara Dylans núna…hann er svo ótrúlegur…Desire er æðisleg plata þú þarft að hlusta á hana núna! Annars er ótrúlegt að hann hafi farið framhjá þér miðað við hvað þú fílar af músík. Þú átt allavega góðar stundir framundan og margt að hlakka til. Svo þegar þú ert búin með Dylan þá tekurðu Neil Yong tímabil, svo JJ Cale og Nick Cave og Tom Waits og Velvet Underground og Johnny Cash og Violent Femmes og Leonard Cohen og Cowboy Junkies og The Jesus and Mary Chain og Megas……………

Harpa sendi inn - 22.06.04 01:20 - (Ummæli #2)

Vá ekkert smá skemmtileg síða. Rakst á hana bara fyrir tilviljun þegar að ég var að leita að uppl um Bahamas. hrein snilld.

Okunnug sendi inn - 22.06.04 12:50 - (Ummæli #3)

Takk, Ókunnug. Annars, Harpa þá er ég aðeins búinn að uppgötva Johnny Cash og ég er mikill Neil Young aðdáandi. Keypti að ég held einhverjar 15 diska með honum á útsölu í USA. Harvest er ein af mínum uppáhaldsplötum.

Svo byrjaði ég aðeins að hlust á Leonard Cohen eftir ábendingu frá Ágústi Fl. Þetta er allt að koma sko :-)

Einar Örn sendi inn - 22.06.04 16:30 - (Ummæli #4)

To The 5 Boroughs er alveg æðislega góð plata, mikið er ég sammála þér það. Ég var eiginlega hálf fúll út í Beastie Boys eftir Hello Nasty (fílaði hana alls ekki) en er búinn að fyrirgefa þeim núna og rúmlega það!

Og já, það er gömul og sönn staðreynd að Bob Dylan er snillingur. Reyndar hef ég alltaf haft meiri smekk fyrir Nick Drake (r.i.p.) en Dylan en því er ekki að neita að Dylan hefur afrekað meira á sínum ferli, enda talsvert lengri ferill… :-) …poor Nick Drake!

Kristján Atli sendi inn - 22.06.04 17:58 - (Ummæli #5)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu