« Íkorni | Aðalsíða | Af hverju? »

Sjokk! (uppfært)

september 29, 2004

Bíddu, var vinur Davíðs ráðinn í embættið?

Ég er í sjokki! Sjokki, segi ég og skrifa. :-)


Uppfært kl 19.00: Það kemur mér ekkert á óvart í þessum málum lengur.

Ekki það að Jón Steinar sé ekki ágætis kall. Ég er ansi oft sammála honum og ég hef fulla trú á að hann verði mjög góður þarna inni. Fyrst og fremst vegna þess að hann er frjálslyndur bæði í efnahagsmálum, og einnig held ég að hann sé ekki mjög íhaldssamur í siðferðismálum (hann er að ég held mjög á móti því að ríkið geri t.a.m. uppá milli samkynhneigðra og annarra hópa. Þess vegna held ég að hann sé góður þarna í Hæstarétti).

Eeeen, er það ekki fyndið að síðast þegar Hæstiréttur bað um mann með lögmannsreynslu, þá hlustaði ríkisstjórnin ekki á Hæstarétt, vegna þess að þeirra maður á þeim tíma stóðst hinum umsækjendunum ekki samanburð. Í stað þess fann ríkisstjórnin upp eitthvað bull um að það þyrfti mann með mikla reynslu af Evrópumálum. Skemmtileg tilviljun að frændi Davíðs var akkúrat sérfræðingur í þeim.

Núna hins vegar er óskin um lögmannsreynslu dregin upp og Jón Steinar skipaður á þeim forsendum (önnur skemmtileg tilviljun, eða hvað?). Þetta er náttúrulega eins líkt bananalýðveldi og hægt verður að komast.

Hin svokallaða “Þrískipting valds á Íslandi” er orðin einn alsherjar brandari. Íhaldið ræður öllu.

Einar Örn uppfærði kl. 15:24 | 219 Orð | Flokkur: Stjórnmál



Ummæli (5)


Til hamingju með hæfasta manninn Einar minn :D Betri mann er vart hægt að finna.

Óli Gunnarr sendi inn - 29.09.04 17:47 - (Ummæli #1)

fyrst var það náfrændinn, nú besti vinurinn… verður hannes hólmsteinn kanski orðinn sendiherra áður en herr davíð hættir??? :-)

árni sendi inn - 29.09.04 18:51 - (Ummæli #2)

Samsæriskenningar smamsæriskenningar…

Ragnhildur sendi inn - 29.09.04 22:50 - (Ummæli #3)

Er hægt að fá AdFree eoe.is?

Daði sendi inn - 29.09.04 23:46 - (Ummæli #4)

Jamm, það verður boðið uppá ad-free EOE.is á föstudaginn :-)

Einar Örn sendi inn - 30.09.04 00:03 - (Ummæli #5)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu