« Kappræður, þriðji hluti | Aðalsíða | Kappræður í VALHÖLL »

Kappræður og play listi

15. október, 2004

Kláraði að horfa á kappræðurnar og auðvitað vann Kerry þetta. Ég á alltaf erfiðar og erfiðar með að skilja hvað það er í fari Bush, sem heillar fólk. Og ekki koma með þetta krapp um að Bandaríkjamenn séu svo vitlausir að þeir viti ekki betur. Nei, skynsamt og gáfað fólk sér virkilega eitthvað heillandi við þennan mann. Ég bara get ekki séð það er, sama hvað ég reyni.

Bush reyndi aftur að vera fyndinn. Það besta við alla brandarana var að hann beið alltaf eftir hlátri, sem kom aldrei. Núna vantaði bara engisprettuhljóð til að gera þetta enn pínlegra fyrir hann. Einnig, í stað þess að svara ásökunum Kerry, þá kom bara eitthvað blaður um að hann færi rangt með staðreyndir, án þess þó að hann kæmi með andsvar við fullyrðingum Kerry.

Og Kræst! Hvað er málið með þá Cheney og Bush að þeir geta ekki svarað spurningum um atvinnuleysi án þess að fara útí umræður um menntamál? Það er engin lausn fyrir atvinnulausa einstæða móðir, að drífa sig bara í háskóla. Það er engin patent lausn á öllum vandamálunum að allir eigi að fara í skóla. Þrisvar í síðustu umræðum hafa Bush og Cheney verið spurðir um atvinnuleysi í Bandaríkjunum og í öll skiptin hafa þeir farið í fyrirfram-skrifaða ræðu um menntamál. Þetta pirraði mig all verulega.

Mikið vona ég bara að Kerry fái nú byr undir báða vængi og klári þetta.

Minni á umræðurnar í Valhöll í dag, föstudag. Gísli Marteinn og Karl Th. Birgis. Ásamt mér og Þorbjörgu Vigfúsdóttur sem fulltrúar ungliða. Gaman gaman.


A la Gummi Jóh, þá er hér listi yfir það, sem ég er að hlusta á þessa stundina:

Bob Dylan - Sad Eyed Lady of the Lowlands.
The Streets - Öll platan, aðallega Empty Cans
Bob Dylan - Desolation Row
Dusty Springfield - I can’t make it alone
Coldplay - For You
Bob Dylan - I want you

Einar Örn uppfærði kl. 00:02 | 315 Orð | Flokkur: Stjórnmál



Ummæli (3)


ég er nú almennt hægri sinnaður og ég hata bush! skil ekki eitt orð af því sem að maðurinn segir, hann er eðal bullari.

ég styð kerry og kannski maður mæti bara á þennan fund þinn í Vote Kerry for president bolnum mínum.

þú klúðraðir svo linknum á mig sem ég skil ekki :-)

Gummi Jóh sendi inn - 15.10.04 01:29 - (Ummæli #1)

doldið í bob dylan þessa dagana??? :-)

Anna Gyða sendi inn - 15.10.04 11:16 - (Ummæli #2)

Jammmm, Bob Dylan er mjög vinsæll hjá mér þessa dagana, enda er hann snillingur.

Og Gummi, ég er búinn að laga linkinn þinn. Flestir skynsamir hægri menn, sem ég þekki á Íslandi, eru á móti Bush, en það er þó fullt af Íslendingum, sem fíla Bush, til dæmis þessi gaur.

Einar Örn sendi inn - 15.10.04 13:10 - (Ummæli #3)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2002 2001

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.