« Kerry og Víetnam | Aðalsíða | Bush Flipp Flopp »

Fótbolti, tónlist og vinna

október 29, 2004

Liverpool Bloggið: Eins og rottur á sökkvandi skipi…

Okkar álit á Chelsea og Adrian Mutu.


Þessi vika er búin að vera hreinasta geðveiki. Vinnan hefur engan enda tekið. Það var því ótrúlega mögnuð þegar ég var að fara útúr vinnunni um 6 leytið í dag að sjá tómt skrifborð. Ég var búinn að klára mín mál, get byrjað nýja viku með hreint borð. Mikið er það þægileg tilfinning eftir alla geðveikina.

Ætli ég sinni ekki hinni vinnuni um helgina.


Keypti mér nýju Quarashi plötuna í vikunni og AUÐVITAÐ er hún snilld. Hún er búin að halda mér á floti í líkamsræktinni síðustu daga.

Payback er besta rokklag, sem þeir hafa gert, Stars, Dead Man Walking og Stun Gun eru öll fáránlega grípandi og það má reyndar sama segja um Straigt Jacket. Fokk, öll lögin eru snilld. Þetta er snillingar. Snillingar! Tiny er frábær. Hann er kannski enginn texta snillingur einsog Eminem, en flæðið er nánast jafngott og hjá Eminem og það er magnað. Hann smellpassar inní bandið.

En ég mæli semsagt með Guerilla Disco fyrir alla. Það er hreinlega ekki hægt að finnast platan ekki skemmtileg. Ég bara trúi því ekki.

Einar Örn uppfærði kl. 21:05 | 191 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (0)


Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu