« Bush Flipp Flopp | Aðalsíða | Hárið mitt, Dylan og Justin »

Kjúklingagötu- samlokudraumur

31. október, 2004

Ja hérna, ég er farinn að birtast í draumum annarra.


Athyglisverð grein á Múrnum. Er mjög sammála punktinum um að það sé ósmekklegt hjá þessum Íslendingum að gera grín að árásinnu, þar sem þar dóu nokkrir aðilar.


Það er fyndið hversu fólk getur sagt mikið á bloggi án þess að segja í raun neitt. Til dæmis er ég alltaf að skoða blogg hjá stelpu, sem ég er enn ekki búinn að fatta hvort sé á lausu. 90% færslna virðast gefa það til kynna, en svo koma alltaf geðveikt ruglinslegar færslur, sem rugla mann í ríminu. Það er magnað að geta skrifað jafnmargar færslur án þess að maður fái á tilfinninguna hvort fólk sé á lausu eður ei.

Jamm, þetta er erfitt líf.


Til að bæta aðeins við veitingahúsarýnina, þá mæli ég með cajun bbq samlokunni á Vegamótum.


Já, og svo mæli ég með þessu ljómandi skemmtilega myndbandi

Einar Örn uppfærði kl. 22:44 | 147 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (4)


Datt í hug að þú myndir vita af einhverri kosningavöku annað kvöld?? :-)

Inga Lilja sendi inn - 01.11.04 16:22 - (Ummæli #1)

Já, ég fylltist ógleði af því að horfa á meinta friðargæsluliða koma til landsins og skilgreina bolina sem íslenskan húmor. Þeir eru til skammar þessir menn.

Gardi sendi inn - 01.11.04 16:29 - (Ummæli #2)

Er ég á lausu? Ekki að ég haldi að þú sért að tala um mig í færslunni, bara forvitni hvað fólk sem þekkir mig ekki les úr blogginu mínu :-)

Soffía sendi inn - 03.11.04 20:20 - (Ummæli #3)

Já, ég hefði haldið að þú værir á lausu, Soffía. Finnst það hafa skinið í gegn á síðunni. En hver veit.

Það er samt rosalega misjafnt hversu augljóst það er af því að lesa síður hvort fólk sé á lausu eður ei. Það fer t.d. ekki mikið á milli mála hjá stelpum einsog maju en hjá öðrum er þetta tormeltara :-)

Einar Örn sendi inn - 03.11.04 22:59 - (Ummæli #4)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2003

Leit:

Síðustu ummæli

  • Einar Örn: Já, ég hefði haldið að þú værir á lausu, Soffía. ...[Skoða]
  • Soffía: Er ég á lausu? Ekki að ég haldi að þú sért að tal ...[Skoða]
  • Gardi: Já, ég fylltist ógleði af því að horfa á meinta fr ...[Skoða]
  • Inga Lilja: Datt í hug að þú myndir vita af einhverri kosninga ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.