« Íslendingar og virkjanir. | Aðalsíða | Elsa »

Nýtt útlit! Húrra!!!

nóvember 16, 2004

Ehm, ok, ég var semsagt að breyta útlitinu á síðunni.

Ég verð seint kallaður mikill hönnuður, þannig að þetta er svona stolið úr ýmsum áttum. Hélt eftir litaþemanu (eða hluta af því) frá síðustu hönnun.

Ég skelli þessu upp núna, en mun skrifa meira um þetta og bæta við útlitið á næstu dögum. Það eru eflaust fullt af síðum, sem eru í hassi. Laga það síðar. En núna.. svefn.

Einar Örn uppfærði kl. 00:11 | 69 Orð | Flokkur: Netið



Ummæli (14)


Smekklegt útlit, einfalt og læsilegt.

Mæli með því að þú hendir preview fítus fyrri athugasemdir á síðuna fyrst þú ert að standa í uppfærslu, mættir setja það á Liverpool bloggið í leiðinni :-)

Matti Á. sendi inn - 16.11.04 00:31 - (Ummæli #1)

Ég er að fíla þetta. Spurning hvort þú fæst til að taka Liverpool-bloggið í svipað makeover? Come on, þú veist að þú getur það … Queer eye for the website … eða eitthvað.

En já, ég er að fíla þetta útlit hjá þér. Ferskt og einfalt, og það er keimur af gamla lúkkinu í þessu öllu saman…

Kristján Atli sendi inn - 16.11.04 00:55 - (Ummæli #2)

flott..

það er líka móðins að uppfæra MT síðurnar sínar núna :-)

Gummi Jóh sendi inn - 16.11.04 01:14 - (Ummæli #3)

Til lykke! Þetta er guuuud. Ég er samt með smá pælingu varðandi dagsetningar og fyrirsagnir, algjörlega að mínu mati, enda fjalla svona útlitspælingar alltaf að miklu leyti um smekk, en allavega, þá fyndist mér flottara að víxla staðsetningu fyrirsagnar og dagsetningar, gagnvart línunni. Ég var stundum að fálma eftir fyrirsögninni þegar ég skrollaði niður …pæling?

Jensi sendi inn - 16.11.04 09:50 - (Ummæli #4)

Mjög gott, smekklegt og fallegt.

Myndin er mjög björt - etv væri betra að hafa ljósari bakgrunnslit með með henni.

Skil heldur ekki alveg línuna efst til hægri, milli nafnsins og lénsins:-)

Svansson.net sendi inn - 16.11.04 12:23 - (Ummæli #5)

Jens, ég er ekki alveg sammála þessari pælingu. Mér finnst þetta einmitt meika meira sense svona. Fyrirsögnin er að mínu mati mun mikilvægari en dagsetningin og á því að vera fyrst og vera greinilegri.

Matti: Ég ætla að bæra inn Preview, en er of latur til að gera það núna :-)

Kristján: Nei takk, Liverpool bloggið er í góðu lagi þessa dagana. Nenni ekki að fara í re-design á því strax :-)

Gummi: Jamm, þetta er mjög móðins að uppfæra svona. Þú varst þó aldrei búinn að svara spurningunni minni á síðunni þinni um Audioscrobbler tenginuna :-)

Og Svansson, ég er með margar mismunandi myndir, sem ég mun nota. Það er góður punktur að vinstri parturinn er kannski fullskær.

En allavegana, takk fyrir kommentin!

Einar Örn sendi inn - 16.11.04 17:48 - (Ummæli #6)

í IE eru einstakar færslur, t.d. þessi:

http://www.eoe.is/gamalt/2004/11/16/00.11.06/#9034

í e-u stylesheetveseni - gluggar fyrir nafn, email etc eru efst í klessu yfir öðru efni. glugginn sem ég er að skrifa í kemur neðst…

Ragnar sendi inn - 16.11.04 23:05 - (Ummæli #7)

Ég bara fyrir mitt litla líf get ekki svarað þessu með Audioscrobberlinn þar sem Egill haxaði þetta bara og þetta birtist bara á síðunni minni.

Ég er svo heppin að hafa Egil sem admin því hann stundum á MSN biður mig bara að reloada síðuna mína og þá er hún breytt og bætt.

Annars að þá er þetta eitthvað php kukl held ég.

Sendu honum bara línu á egill (at) nagportal . net

Gummi Jóh sendi inn - 17.11.04 00:05 - (Ummæli #8)

Ok, takk Gummi, ég sendi honum línu.

En Ragnar, ég get ekki fengið þetta sama vandamál og þú nefnir. Ertu ekki örugglega að tala um IE á PC? Virkar fínt hjá mér.

Einar Örn sendi inn - 17.11.04 09:20 - (Ummæli #9)

Ég var ekki að meina að dagsetningin ætti að vera með sömu leturstærð og fyrirsögnin og öfugt. Bara að dagsetningin væri fyrir ofan línuna (sem nú eru orðnar 2) en með sama stílblaði og nú er.

Sammála að fyrirsagnir séu mikilvægari en dagsetningar en þegar þú skrifar meira en einu sinni per dag þá týnist dagsetningin soldið.

Jensi sendi inn - 17.11.04 10:14 - (Ummæli #10)

Ok, ég skil. Spurning um að setja dagsetninguna á milli línanna? Ég ætla að prófa mig áfram með þetta.

Annað, finnst þér að dagsetning ætti alltaf að birtast með færslunni? Það er að ef ég set margar færslur sama dag ætti alltaf að vera dagsetning? Þetta er stillingaratriði í MT.

Einar Örn sendi inn - 17.11.04 10:45 - (Ummæli #11)

Warning: shell_exec(): Unable to execute ‘perl K:/Inetpub/danolroot/wwwroot/cgi-bin/backlink/backlink.pl “www.eoe.is” “2004-11-16-00-11-06.txt” “http://www.eoe.is/”’ in K:\Inetpub\eoe\gamalt\2004\11\16\00.11.06\index.php on line 432

egill sendi inn - 18.11.04 16:33 - (Ummæli #12)

Jamm, er að vinna í þessu. Við áttum okkur ekki almennilega á því hvað vandamálið er :-)

Einar Örn sendi inn - 18.11.04 20:55 - (Ummæli #13)

Ætli IIS notandinn hafi nokkuð réttindi til að keyra perl - Eða PHP er að keyra í safe_mode http://is2.php.net/manual/en/features.safe-mode.php

egill sendi inn - 18.11.04 22:54 - (Ummæli #14)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu