« nóvember 17, 2004 | Main | nóvember 21, 2004 »

The O.C.

nóvember 18, 2004

  • Hæ, ég heiti Anna og er sæt
Einsog lesendur þessarar síðu hef ég afskaplega skrítinn sjónvarpssmekk.

Fyrr á þessu ári skrifaði ég um The O.C. Uppáhalds sport pistlahöfundurinn minn, Bill Simmons skrifaði nefnilega skemmtilegan pistil þar sem hann dissaði Friends á meðan hann hrósaði The O.C. í hástert og sagði þáttinn verðugan arftaka Beverly Hills 90210, sem var í miklu uppáhaldi hjá mér á árum áður.

Allavegana, ég ákvað að kaupa mér season 1 á DVD þegar ég var á leiðinni heim frá París í síðasta mánuði. Ég sé ekki eftir því. The O.C. er nefnilega fokking snilld! Þetta er sápuópera af allra bestu gerð.

Fyrir þá, sem ekki þekkja þættina þá fjalla þeir um Ryan, 17 ára strák sem býr í fátækrahverfi Los Angeles en er ættleiddur af ríkri fjölskyldu í Orange County. Þar hittir hann fyrir einkasoninn Seth og verða þeir bestu vinir. (ef þú hefur ekki séð Season 1, en ætlar þér að sjá það, myndi ég hætta að lesa…Núna!)

Fyrir stórkostlega tilviljun þá býr geðveik gella, sem heitir Marissa, í húsinu við hliðiná (af hverju gerist ekki svona í alvörunni? AF HVERJU?). Þau verða ástfangin. Vandinn er að Marissa er á föstu (hún gæti verið íslensk) með aðal íþróttagaurnum í skólanum, Luke. Hann er ýkt vinsæll en vinsældir hans hrapa þegar fólk kemst að því að pabbi hans er hommi.

Allavegana, Marissa og Ryan verða ástfanginn, Luke heldur framhjá Marissu í Mexíkó, hún reynir að fremja sjálfsmorð, lifir það af og byrjar svo með Ryan, sem er alltaf ýkt þögull og gáfulegur og umhyggjusamur.

Á meðan þetta gerist er Seth, stjarna þáttanna, alltaf að reyna við Summer, stelpuna, sem hann hefur verið ástfanginn af síðan hann var lítill. Til að reyna við hana fær hann aðstoð frá Önnu, vinkonu sinni. Fyrir algjöra tilviljun er Anna geðveikt sæt og því verður Seth ástfanginn af báðum. Hann byrjar fyrst með Önnu, en hættir svo með henni og byrjar með Summer.

Nú, Marissa kynnist þá geðsjúklingi, sem heitir Oliver og verður vinkona hans. Oliver er geðsjúkur og verður sturlaður af ást á Marissu. Hún fattar þetta ekki, Ryan verður afbrýðisamur, þau hætta saman, Oliver reynir að fremja sjálfsmorð og smám saman byrja Ryan og Marissa saman aftur.

Eeeeen í millitíðinni kemur gamla kærastan hans Ryan inní þættina. Hún er að fara að giftast gaur, sem ber hana. Áður en þau giftast sofa Ryan og hún saman og hún verður ófrísk.

Á meðan allt þetta gerist eru foreldrar Marissu að skilja. Mamma hennar byrjar með afa Seth, hættir svo með honum og byrjar með Luke, fyrrverandi kærasta dóttur sinnar, en hættir svo með honum og giftist afa Seth. Pabbi Marissu, sem var einu sinni kærasti mömmu Seth, reynir aftur við mömmuna, gefst upp og endar þá með systur hennar.

Pabbi og mamma Seth eru hins vegar ýkt góð og spök. Pabbinn er góður lögfræðingur og er fyndinn líkt og sonurinn. Mamman á ríkan pabba og heldur öllu saman. Þau lenda reyndar í Swingers partíi, en þora ekki að taka af skarið.


Þannig er nú það. Einn sólarhringur af O.C. í nokkrum málsgreinum. Þið hljótið að sjá hvað þetta er mikil snilld!

Ég er þó sammála Simmons að framleiðendur þáttanna hafi ekki gert sér grein fyrir styrkleika þáttanna fyrirfram. Þeir áttu augljóslega að fjalla um Ryan og Marissu, en þau eru bara frekar leiðinleg og án efa veikasti hluti þáttanna. Miklu skemmtilegri eru Seth og Summer, ásamt foreldrunum. Ætli næsta sería muni ekki endurspegla vinsældir þeirra.

Ég bíð allavegana spenntur.

580 Orð | Ummæli (15) | Flokkur: Sjónvarp

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33