« desember 05, 2004 | Main | desember 07, 2004 »

Halldór?

desember 06, 2004

Ég var að horfa á Kastljós áðan og þá áttaði ég mig á merkilegum hlut: Ég trúi því ekki enn að Halldór Ásgrímsson sé orðinn forsætisráðherra. Þetta er of magnað til að vera satt.


Ok, nú er ég 27 ára gamall. Síðan ég fæddist hafa forsætisráðherrar Íslands komið úr eftirfarandi flokkum:

Sjálfstæðisflokkurinn: 18 ár
Framsóknarflokkur: 8 ár
Alþýðuflokkur: 4 mánuðir

Er þetta fokking eðlilegt???

Í alvöru talað? Alþýðuflokksmaðurinn var forsætisráðherra þegar ég var tveggja ára!!! Síðan ég varð þriggja ára hafa Íhaldið og Framsókn ráðið öllu á Íslandi.


Sú staðreynd að Halldór er orðinn forsætisráðherra þýðir líka að í þeim löndum, sem mér þykir mest vænt um eru helstu ráðamenn þessir:

Ísland: Halldór Ásgrímsson
Bandaríkin: George W. Bush
Venezuela: Hugo Chavez

Kræst! Þetta er ekki hægt.

126 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33