« Jólaþynnka | Aðalsíða | Festivus for the rest of us! »

I'm slipping under...

desember 21, 2004

britneyspears_toxic200.jpg Úff, ég er alveg búinn. Ég vaknaði pirraður, Weetabix-ið var búið og því fór ég útúr húsi með tóman maga. Sat svo ráðstefnu allan daginn um mjög áhugavert mál, en var alltaf pirraður útí allt og alla. Komst svo að ég þurfti líka að vinna uppá Serrano eftir vinnu. Það var farið að sjóða á mér þegar ég mætti þangað um fimm leytið.

Þurfti að fara í afgreiðsluna, sem virtist vera besta meðalið við pirrinu, því einhver veginn fannst mér þetta bara hálf yndislegt að vera að vefja burrito og selja fólki. Stóð þarna vaktina í þrjá tíma inní Kringlu. Að ég held í fyrsta skipti í marga mánuði, sem ég hef verið svona lengi í afgreiðslunni. Það er þó ágætt að prófa þetta öðru hverju, til að vera í aðeins betra sambandi við kúnnann og sjá hvort hlutirnir hafi breyst. Dagurinn í dag var stærsti söludagurinn í sögu Serrano. Já, ég segi það og skrifa að ég hef góð áhrif á söluna. Augljóst að maður er góður í að trekkja að viðskiptavini. :-)

Kom svo heim í fimm mínútur og fór beint í fótbolta. Þar fékk ég svo endanlega útrás fyrir pirringnum. Langaði reyndar að berja vin minn fyrir að sparka mig harkalega niður, en ákvað að það væri full langt gengið. Mikið er samt gott að hlaupa einsog vitleysingur á eftir bolta og ná þannig öllu stressinu úr sér. Var ekki kominn heim fyrr en klukkan 11, þannig að þetta hefur verið langur og erfiður dagur.


Hef bara keypt 2 gjafir. Aldrei þessu vant, þá þakka ég Guði fyrir að ég skuli ekki vera á föstu, því allavegana slepp ég við þann hausverk. Jú, reyndar keyptum við Emil líka gjafir handa stelpunum á Serrano, þannig að í raun er ég búinn að kaupa 14 jólagjafir, sem hlýtur að teljast nokkuð gott. Á þó enn stærsta hlutann eftir. Sem betur fer er ég að mestu að gefa litlum krökkum gjafir, sem er alltaf skemmtilegast.


Ég verð að játa það að ég hlýt að vera alveg glataður að hafa ekki einu sinni heyrt lagið, sem þeir á Pitchfork velja sem bestu smáskífu ársins. Samkvæmt þeim er Heartbeat með Annie lag ársins. Náði í það á netinu og þetta er svosem ágætis popp. Ég er þvílíkt ánægður með snobbhausana á Pitchfork fyrir að velja Toxic með Britney í þriðja sætið (á eftir Hearbeat og 99 Problems með Jay-Z).

Toxic er nefnilega æðislegt lag. Ég er enginn sérstakur aðdáandi tónlistar Britney (þrátt fyrir að ég hefði viljað giftast Britney), en Toxic er einfaldlega frábært popplag og myndbandið við það lag er án efa lang-næst-besta myndband ársins (á eftir besta myndbandi allra tíma, Call on Me).

Einar Örn uppfærði kl. 23:58 | 443 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (4)


þú ert svo duglegur!!!! ég verð samt að segja fyrir mína parta að mér finnst skemmtilegast að kaupa gjöf handa kæró.. (missi af því þetta árið samt :-) ) af því það er svo auðvelt að kaupa eitthvað handa þeim sem maður þekkir svona vel.. en hey.. meirað segja ÉG er búin að fjalla um annie á síðunni minni:-) hún er æði, ég er skotin í henni! svo samdi hún líka lag um mig, chewing gum tíhíhíh :-)

katrín sendi inn - 22.12.04 15:00 - (Ummæli #1)

Takk takk :-)

En jú, auðvitað er það ekkert leiðinlegt að finna gjöf handa kærustu, en ég hef bara gefið mér svo lítinn tíma í gjafakaup að ég myndi alveg fara á taugum ef ég þyrfti að finna þá gjöf.

Einar Örn sendi inn - 22.12.04 17:06 - (Ummæli #2)

gleðileg jól gamli og hafðu það gott í afslöppun um helgina :-)

majae sendi inn - 24.12.04 00:07 - (Ummæli #3)

Takk Maja. Sömuleiðis Gleðileg Jól! :-)

Einar Örn sendi inn - 24.12.04 00:36 - (Ummæli #4)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu