« janúar 04, 2005 | Main | janúar 06, 2005 »
Djöfulsins verkur
Ef það er eitthvað, sem ég er góður í þá er það að vorkenna sjálfum ógurlega mér þegar ég er með hausverk. Sjá til dæmis þessa færslu frá því í nóvember
Allavegana, ég er veikur og búinn að vera það í allan dag. Það skýrir kannski þennan pirring, sem ég hef verið með alla vikuna. En er búinn að vera með hausverk í allan dag. Er að reyna að telja mér trú um að þetta verði allt farið á morgun. Þoli ekki hausverk. Hann hefur í för með sér allsherjarþunglyndi og mér finnst allt ómögulegt. Úff úfff.
Og líka þessa færslu frá því fyrir rúmu ári
Mikið djöfull er lífið hræðilega leiðinlegt þegar ég er með hausverk.
Einhvern veginn virðast öll verkefni verða hundrað sinnum erfiðari, mér finnst allt vera ómögulegt, allt fer í taugarnar á mér og svo skíttapa Cubs til að koma mér í enn verra skap.
Ég hef verið með mígreni frá því að ég var krakki en þó hefur þetta skánað með árunum. Tek vanalega ekki verkjalyf við þessum köstum, þar sem mér finnst það flýta fyrir endurtekningu á hausverknum. Þó gafst ég upp núna áðan. Fór fyrr heim úr vinnunni og reyndi að sofa. Vaknaði skárri, en svo versnaði verkurinn til muna. Tók því Excedrin, sem mun sennilega laga hausverkinn en valda því svo að ég verð upptjúnaður af koffíni eitthvað frameftir.
Núna er ég hins vegar að drepast, með stíflað nef og verk í hausnum. Einhvers staðar las ég viðtal við stelpu, þar sem hún sagðist vilja eignast kærasta, sem héldi hárinu hennar uppi á meðan hún ældi í klósettið eftir fyllerí. Ég vil hins vegar kærustu, sem segir: “æ greyið mitt, þú átt svo hræðilega bágt” af mikilli einlægni þegar ég er með hausverk.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir hörmungum heimsins, en þegar ég er með hausverk þá vorkenni ég engum í heiminum jafnmikið og sjálfum mér. Ég get bara ekkert að því gert.
Ef að það gat eitthvað glatt mig þá væri það heimskupör karlmanna í The Bachelorette, en það varð nú lítið úr því. Þættirnir eru núna komnir á leiðinlegasta stigið, þegar fólk fer að hitta fjölskyldurnar. Þá verður þetta of væmið og ekki jafnmikið um heimskuleg komment og rifrildi, sem gerir þessa þætti skemmtilega.
Annars fatta ég ekki hvað karlmennirnir sjá við þessa gellu. Ég sé það allavegana ekki.
Ágúst, ég held að ég sé að byrja að fatta “Time out of Mind” Hef rennt honum tvisvar í gegn í kvöld. Galdurinn var bara að skippa yfir Love Sick.
Eftir miðnætti
Ég er á því að það sé ekkert betra eftir miðnætti til að hlusta á en Frank Sinatra. “In the Wee Small Hours” er ein af mínum uppáhaldsplötum. Maður getur þó lagst í stórkostlegt þunglyndi ef maður hlustar vel á textana.
‘Cause there’s nobody who cares about me,
I’m just a soul who’s
bluer than blue can be.
When I get that mood indigo,
I could lay me down and die.
(úr Moon Indigo) - gríðarlega hressandi.
Leit:
Síðustu ummæli
- Kristján Atli: Til hamingju Sigurjón! Þér var hlíft við þessu óþa ...[Skoða]
- Einar Örn: Sigurjón, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. ...[Skoða]
- Sigurjón: Æ æ æ æ .... Ef niðurstaðan verður Man Utd vs Liv ...[Skoða]
- Einar Örn: Takk ...[Skoða]
- einsidan: Til hambó með þetta ...[Skoða]
- Gaui: Skál fyrir því, Einar minn! ...[Skoða]
- Hjördís Yo: ó já! Ég elska sko líka Liverpool !! ...[Skoða]
- Gummi: Jamm, var lengi að jafna mig á rangstöðunni. En Re ...[Skoða]
- Fannsa: Ömurlegt þegar dómarinn dæmdi ranglega rangstöðu.. ...[Skoða]
- Snorri: Ég sé EKKI fyrir mér að Árni komist inn á þing til ...[Skoða]
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Gamalt:
Topp 10:
Ég nota MT 3.33