« janúar 09, 2005 | Main | janúar 11, 2005 »

Blogg, veikindi og fleira

janúar 10, 2005

Ég er orðinn verulega pirraður á því að vera veikur. Ég er búinn að vera heima alla helgina og ákvað því að drífa mig í vinnuna í morgun, þrátt fyrir að ég væri raddlaus og hefði hóstað upp hálfum lungunum fyrir morgunmat.

En ég gafst upp innan klukkutíma og kom heim, fór að sofa og er svo búinn að hanga á netinu og spila Halo2 síðan þá. Það er svosem ágætt, en ég nenni þessu varla annan dag.


Annars eru hér athyglisverðar pælingar hjá Kristjáni um bloggsíður. Hann leggur uppfrá þeirri spurning hvort að allir Íslendingar séu með blogg.

Það er skrítið hvernig bloggið hefur komist í tísku meðal sumra hópa á Íslandi undanfarin ár. Af mínum vinahóp þá bloggar bara einn fyrir utan mig, Jens (sem mér finnst reyndar skemmtilegasta blogg á landinu, hvort sem það er vegna vináttu eða þess að hann sé bara svona skemmtilegur). Í sumum vinahópum virðast hins vegar allir blogga.

Einsog ég sagði í kommentum hjá Kristjáni þá lenti ég í því fyrir einhverjum mánuðum að ég var hrifinn af tveimur stelpum. Eitt kvöldið í leiðindum, þá komst ég með einfaldri leit á blogspot, folk.is og central.is að þær voru báðar með bloggsíður. Það þykir mér nokkuð magnað, þar sem hvorki aðstæður né áhugamál þeirra myndu benda til þess að þær héldu út slíkri síðu. Að maður geti tekið einhverjar tvær random stelpur á Íslandi og fundið að þær eru akkúra báðar með blogg er að mínu mati magnað. Ég efast um að það myndi virka annars staðar. Eða kannski var þetta bara fáránleg tilviljun.

Líkt og Kristján hef ég líka oft á tíðum verið að finna blogg hjá ætttingjum, gömlu skólafélögum og jafnvel fólki, sem ég vinn með. Það þykir mér alltaf jafn fyndið.


Kottke.org bendir á góð ráð varðandi það að hlusta betur:

Now before going to a party, I just tell myself to listen with affection to anyone who talks to me, to be in their shoes when they talk, to try to know them without my mind pressing against theirs, or arguing, or changing the subject. No. My attitude is: ‘Tell me more. This person is showing me his soul. It is a little dry and meager and full of grinding talk just now, but presently he will begin to think, not just automatically to talk. He will show his true self. Then he will be wonderfully alive.’

Ég hef ekki strengt nein áramótaheit, en ég er sammála Kottke um að það væri gott áramótaheit að reyna að hlusta betur, sérstaklega þegar ég horfi aftur á síðustu vikur og mánuði. Ég geri mér grein fyrir að ég er ekki nærri því nógu góður í því.

445 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Dagbók

Látum þá berjast í friði!

janúar 10, 2005

(via Andrew Sullivan) - Stratfor, sjálfstætt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í hermálum birtir þessa greiningu á ástandinu í Írak:

The issue facing the Bush administration is simple. It can continue to fight the war as it has, hoping that a miracle will bring successes in 2005 that didn’t happen in 2004. Alternatively, it can accept the reality that the guerrilla force is now self-sustaining and sufficiently large not to flicker out and face the fact that a U.S. conventional force of less than 150,000 is not likely to suppress the guerrillas. More to the point, it can recognize these facts: 1. The United States cannot re-engineer Iraq because the guerrillas will infiltrate every institution it creates. 2. That the United States by itself lacks the intelligence capabilities to fight an effective counterinsurgency. 3. That exposing U.S. forces to security responsibilities in this environment generates casualties without bringing the United States closer to the goal. 4. That the strain on the U.S. force is undermining its ability to react to opportunities and threats in the rest of the region. And that, therefore, this phase of the Iraq campaign must be halted as soon as possible.

Þeir mæla með því að Bandaríkjamenn dragi herlið sitt útað jaðri landsins og leyfi borgarastríði að geysa í friði!:

After the January elections, there will be a Shiite government in Baghdad. There will be, in all likelihood, civil war between Sunnis and Shia. The United States cannot stop it and cannot be trapped in the middle of it. It needs to withdraw.

Certainly, it would have been nice for the United States if it had been able to dominate Iraq thoroughly. Somewhere between “the U.S. blew it” and “there was never a chance” that possibility is gone. It would have been nice if the United States had never tried to control the situation, because now the United States is going to have to accept a defeat, which will destabilize the region psychologically for a while. But what is is, and the facts speak for themselves.

(sjá alla greinina) Bendi líka á þessa grein: Davíð, Halldór, Írak og Ísland fyrir þá, sem lesa síðuna ekki um helgar.

361 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33