« janúar 12, 2005 | Main | janúar 15, 2005 »

Gott sjónvarp

janúar 13, 2005

Ég mæli með Kenny og Spenny á Popp Tíví. Ég hló mun meira að þeim þætti heldur en Office þættinum á undan. Það segir ansi mikið.

Þættirnir byggjast uppá tveim vinum, sem eru alltaf í keppni. Í þættinum, sem var sýndur í kvöld, voru þeir að keppast um hver gæti vakað lengur. Þetta er hrein kanadísk snilld! Ég held að þetta hafi verið endursýning, en þættirnir eru á mánudagskvöldum að mig minnir.

En Office þátturinn var líka auðvitað snilld. Ég á þessa þætti á DVD en horfði á þáttinn aftur í kvöld. Besta línuna átti David Brent:

Spyrill “When was the last time you had an actual girlfriend?”
David Brent: “I don’t look on it as when. I look on it as who, and why.”

Snilld!


Finnst einhverjum þættir einsog Bacelor og Bachelorette vera skemmtilegir þegar þeir eru komnir á þetta 1on1 stefnumótastig? Er ég kannski bara bitur og leiðinlegur að finnast það með ólíkindum leiðinlegt sjónvarpsefni að horfa á fólk kúra uppí sófa?


Á kontakt listanum mínum eru fjórir veikir (eða allavegana fjórir, sem taka það fram). Ég held að ég hafi smitað fólk af flensu í gegnum MSN. Það hlýtur að teljast kraftaverk í læknaheiminum.

197 Orð | Ummæli (3) | Flokkur: Sjónvarp

Útvarpsleysi

janúar 13, 2005

Vá, ég hélt að það kæmi mér ekkert á óvart á þessum blessaða fjölmiðlamarkaði, en samt á ég bágt með að trúa því að þær þrjár útvarpsstöðvar, sem ég gat hlustað á, Radio Reykjavík, Skonrokk og X-ið, séu allar hættar.

Í fyrsta lagi er mögnuð sú snilld að ÍÚ hafi sett upp Skonrokk beinlínis til að koma Radio Reykjavík á hausinn og þegar það tókst, þá hættir Skonrokk líka. Það er fokking magnað. Einnig á ég bágt með að trúa því að X-ið skuli ekki geta gengið. Ég hef bæði hlustað og auglýst talsvert á þessari stöð og fannst mér auglýsingarnar vera að skila góðum árangri hjá þeim hóp, sem maður var að sækjast eftir.

Það að þessar stöðvar hætta þýðir líka að nú er ég búinn að missa þrjá af þeim fjórum þáttum, sem ég hlusta á í útvarpi. Ég hlustaði alltaf á Tvíhöfða á morgnana, svo íþróttaþáttinn í hádeginu og loks Freysa á leið heim úr vinnu. Fjórði þátturinn er svo Spegillinn, sem er enn varinn af skattpeningunum mínum.

En mikið er þetta ömurlegt að við skulum sitja eftir með ÞRJÁR ömurlegar eighties stöðvar (Létt, Bylgjan og Mix) og tvær snargeðveikar froðu stöðvar (FM og Kiss) en enga stöð, sem spilar rokk, alvöru hip-hop eða aðra framsækna tónlist. Ég er í vinnunni þegar Poppland er á Rás 2, þannig að ég hef ekki tækifæri til að hlusta á það.

Þetta er ömurlegt ástand. Þrátt fyrir að ég eigi iPod og mikið af tónlist, þá hlusta ég mikið á útvarp. Alveg er ég viss um að þessi nýja talmálsstöð Norðurljósa mun setja Útvarp Sögu á hausinn og svo muni þeir stuttu síðar hætta með þá stöð. Ég vona bara að einhverjir (kannski Kiss, Mix liðið) taki hjá sér og stofni nýja rokkstöð. Ég trúi ekki öðru en að það sé nægilega stór markhópur fyrir Tvíhöfða og Freysa í útvarpi.

AF HVERJU GÁTU ÞEIR EKKI LOKAÐ EFF EMM? AF HVEEEEERJU?

Fleiri skoðanur á málinu hjá Dr. Gunna, Pezus og Gulla

330 Orð | Ummæli (9) | Flokkur: Tónlist

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33