« janúar 24, 2005 | Main | janúar 26, 2005 »

I get unbearably wonderful

janúar 25, 2005

  • Ég vil bara koma því á framfæri að Shannyn Sossamon er fáránlega sæt!.
Eru menn ekkert að grínast í mér með þennan handboltaleik? Hvernig í fokking andskotans ósköpunum tókst okkur að klúðra þessu? Kræst!


Er það óeðlilegt að hoppa við Bob Dylan lag? Ég var að spá í þessu í gærkvöldi. “One of us must know (Sooner or Later)” kveikir í mér einhverja einkennilega löngun til loka herberginu, stilla græjurnar á hæstu stillingu og hoppa.

Í laginu eru t.d. tveir stórkostlegir kaflar: Fyrst þegar Dylan syngur “I didn’t know that you were sayin’ goodbye for gooooooooooooood” og svo keemur píanó og trommur og læti. Algjört æði. Þá hoppa ég.

Svo í lok lagsins þegar munnhörpusólóið kemur með píanóundirleik. Það er einhvers konar rokk fullkomnun. Fullkominn endir á laginu. Svo er best að láta bara Blonde on Blonde rúlla áfram og þá er maður kominn í rólegri fíling í “I Want You”. Fokk hvað ég dýrka Dylan. Þetta er ekkert eðilega mikil snilld.


Hey, ég sá sæta stelpu í Melabúðinni í kvöld. Það afsannar ummæli mín frá því um helgina.

Svo er líka allt í einu komnar fleiri sætar stelpur í World Class í hádeginu. Það var í raun ekki annað hægt miðað við hversu fáránlega mikið af fólki er komið þangað þessa dagana. Annaðhvort er allt Ísland í einhverju tímabundnu líkamsræktar-átaki, eða þá að allar aðrar líkamsræktarstöðvar í bænum eru tómar.

Annars er bílastæðið fyrir utan World Class komið efst á listann yfir þá hluti, sem ég hata. Bílastæðið hefur þar með vippað sér uppfyrir vekjaraklukkuna mína, Roy Keane og veðurfréttir í sjónvarpi á listanum mínum.


Annie: Well, have you ever made love high?
Alvy: Me? No. I - I, you know, If I have grass or alcohol or anything, I get unbearably wonderful. I get too, too wonderful for words.

Ó, ég elska Woody Allen!


Horfði á Rules of Attraction fyrir nokkrum dögum. Sæmileg mynd. Sérstaklega útaf tvennu: Byrjunaratriðið er frábært og svo er Shanny Sossamon alveg ótrúlega sæt. Það er næg ástæða til að horfa á myndina

340 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Dagbók

Quesadillas!!!

janúar 25, 2005

Stórkostleg tíðindi!

Á Serrano getur þú nú keypt ljúffengar Quesadillas. Þetta eru auðvitað stórtíðindi í sögu íslenskra veitingastaða. Ég mæli með Quesadillas með kjúklingi, Steiktu grænmeti og maís. Það var kvöldmaturinn minn í gær. Algjör snilld, þó ég segi sjálfur frá.

</plögg>

42 Orð | Ummæli (9) | Flokkur: Vinna

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33