« febrúar 13, 2005 | Main | febrúar 15, 2005 »

Snooze, Gwen og lokuð augu á Hverfisbarnum

febrúar 14, 2005

Gwen Stefani er ekki bara fáránlega sæt, heldur á hún líka annað af tveim uppáhaldslögunum mínum í dag, What you waiting for. Hitt uppáhaldslagið er Drop it like it’s hot. Þessi lög bera það með sér að ég er nýkominn úr langri ferð, þar sem MTV hefur verið eina stöðin, sem horfandi hefur verið á á hótelherbergjum.

Samkvæmt óformlegri könnun minni þá voru þrjú lög í rotation á MTV. Þessi tvö og nýja lagið með Britney, sem ég fíla ekki.


Ég hef komist að því undanfarnar vikur að líf mitt er barátta á milli tveggja persóna. Þess Einars, sem fer að sofa á kvöldin og þess Einars, sem vaknar á morgnana.

Sá Einar, sem fer að sofa á kvöldin, stillir vekjaraklukkuna alltaf þannig að hinn Einar hafi nægan tíma til að borða morgunmat og lesa blöðin áður en hann mætir í vinnunna. Sá sem vaknar er hins vegar sannfærður um að hann þurfi aðeins fimm mínútur til að sinna þessu hlutum.

Í gær datt þeim Einari, sem fer að sofa, það snjallræði í hug að auk hefðbundinnar vekjaraklukku, þá stillti hann einnig vekjarann í gemsanum og setti gemsann á mitt gólf, þannig að ekki væri hægt að ná í símann án þess að fara frammúr. Einar, sem vaknaði, fattaði hins vegar að vekjarinn í símanum endist bara í 2 mínútur og því brosti hann og svaf af sér þær tvær mínútur. Ég veit ekki hvort ég á að taka að mér drastískari aðgerðir til að reyna að vakna á sama tíma, þar sem að þessi aðferð klikkaði.

Ég held í raun að snooze takkinn sé einhver alversta uppfinning allra tíma. Ég hef verið að spá í hvað ég gæti gert til að vakna alltaf á sama tíma. Kannski að vekjaraklukka án snooze takka sé málið? Svo gæti ég líka drifið í að finna mér kærustu og eignast börn, einsog virðist vera í tísku í vinahópnum mínum. En það finnst mér full drastísk lausn og auk þess tekur hún nokkra mánuði að virka.

Er einhver með góð ráð? Er hægt að fara í meðferð við þessari snooze sýki?


Annað mál: Væri ekki ráð fyrir Hverfisbarinn taka út myndir af viðskiptavinum, þar sem fólk er annaðhvortgretta sig eða með lokuð augun?

382 Orð | Ummæli (12) | Flokkur: Dagbók

Laun þingmanna

febrúar 14, 2005

Veit einhver hvað alþingismenn eru með í laun? Ég get ekki fundið eitt einasta skjal um þetta á Google, sem mér finnst afar slæmt.

Ég lenti í þrætum um þetta nýlega og þarf að vita hvort ég hafði rétt eða rangt fyrir mér. Veit einhver hvað þeir eru með í grunnlaun og hvað meðalþingmaðurinn fær í heildarlaun? Ég fann milljón greinar þar sem fólk kvartar yfir háum launum þingmanna, en enga grein þar sem minnst er á krónutölu. Það finnst mér magnað.

82 Orð | Ummæli (13) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33