« mars 05, 2005 | Main | mars 07, 2005 »

Don't think twice, it's all right

mars 06, 2005

Af því að ég er svo góður, þá ætla ég að deila með ykkur uppáhaldslaginu mínu í dag:

Bob Dylan - Don’t think twice, it’s all right (MP3 - 5,13 mb)

Á rólegum sunnudagskvöldum er hægt að spila þetta á rípít allt kvöldið. Ég elska Dylan. Vil að það komi fram.

Annars er þessi dagur búinn að fara í fáránlega tímaeyðslu. Talaði við vin minn í hálftíma í síma og fór í mat til mömmu og pabba og spjallaði við þau. Það er án efa það gagnlegasta, sem ég hef gert í dag. Restin af deginum hefur farið í labb um Vesturbæinn, ís-át, sjónvarpsgláp og netráp.

Var í partíi í gær. Afmæli hjá tveim stelpum. Partýið var grímubúningapartý og ég mætti sem hafnaboltamaður. Ég var við það að hætta við að mæta í búning þegar ég fattaði að ég átti allar græjur til að líta út einsog sæmilegur baseball leikmaður. Partýið var skemmtilegt og ég kíkti svo niður í bæ á eftir. Voða fínt.

Annars var ég að fjárfesta í nýjum iPod, þar sem að sá sem ég missti í götuna, er ónýtur. Núna á ég 60GB iPod photo. Hann var keyptur fyrir mig í Bandaríkjunum og kostaði mig 27 þúsund kall. Helvíti góður díll það. Þessi iPod er með litaskjá og tvöfalt stærri disk en sá gamli. Æðisleg græja. Ég er fullkomlega háður því að eiga iPod. Á ferðalögum, í bílnum og í ræktinni er þetta algjörlega ómissandi.

239 Orð | Ummæli (19) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33