« mars 19, 2005 | Main | mars 21, 2005 »

Stelpu- og strákablogg

mars 20, 2005

Er það bara ég, eða eru það bara stelpur, sem blogga opinskátt um sitt einkalíf? Ekki að ég hafi sérstaklega mikinn áhuga á einkalífi karlmanna útí bæ, en það er skrítið að rekast aldrei á nein slík skrif frá strákum.

Í morgun vaknaði ég alltof snemma og nennti ekki að gera neitt af viti, þannig að ég fór heljarinnar bloggrúnt. Á þeim rúnti rakst ég á síðu, þar sem stelpa skrifar látnum kærasta sínum bréf. Síðan las ég síðu hjá stelpu (skrifað undir nafni), sem virtist vera brjáluð á sunnudagsmorgni yfir því að kærastinn hennar hefði verið að halda framhjá henni kvöldið áður (eða það las ég allavegana útúr færslunni). Reyndar var svo færslan farin út um hádegi. Las svo aðra síðu, þar sem nafnlaus stelpa var að kvarta yfir því að maðurinn hennar ynni alltof mikið og að kynlífið þeirra væri rúst og svo framvegis og framvegis.

Það skrítna við þetta er að nánast öll þau stelpublogg, sem ég les, fjalla um einkalíf stelpnanna. Margar eru þær á lausu og tala mjög opinskátt um stráka, fyrrverandi sambönd og tilvonandi sambönd. Þær hika svo ekki við að rakka fyrrverandi kærasta niður þegar þeir segja eða gera eitthvað vitlaust. Af hverju rekst maður ekki á nein svoleiðis strákablogg. Af hverju þegja þeir alltaf?

Eru þeir bara rólegri, eða eru þeir svo busy við að sýnast vera töff, að þeir vilja ekki opinbera veikleika sína einsog stelpur virðast vera tilbúnar að gera (allavegana í nokkrar mínútur)? Eða nenna þeir bara ekki að velta sér uppúr vandræðum sínum?

255 Orð | Ummæli (12) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33