« Spurning dagsins | Aðalsíða | Hallgrímur og ungliðarnir »

Stelpu- og strákablogg

20. mars, 2005

Er það bara ég, eða eru það bara stelpur, sem blogga opinskátt um sitt einkalíf? Ekki að ég hafi sérstaklega mikinn áhuga á einkalífi karlmanna útí bæ, en það er skrítið að rekast aldrei á nein slík skrif frá strákum.

Í morgun vaknaði ég alltof snemma og nennti ekki að gera neitt af viti, þannig að ég fór heljarinnar bloggrúnt. Á þeim rúnti rakst ég á síðu, þar sem stelpa skrifar látnum kærasta sínum bréf. Síðan las ég síðu hjá stelpu (skrifað undir nafni), sem virtist vera brjáluð á sunnudagsmorgni yfir því að kærastinn hennar hefði verið að halda framhjá henni kvöldið áður (eða það las ég allavegana útúr færslunni). Reyndar var svo færslan farin út um hádegi. Las svo aðra síðu, þar sem nafnlaus stelpa var að kvarta yfir því að maðurinn hennar ynni alltof mikið og að kynlífið þeirra væri rúst og svo framvegis og framvegis.

Það skrítna við þetta er að nánast öll þau stelpublogg, sem ég les, fjalla um einkalíf stelpnanna. Margar eru þær á lausu og tala mjög opinskátt um stráka, fyrrverandi sambönd og tilvonandi sambönd. Þær hika svo ekki við að rakka fyrrverandi kærasta niður þegar þeir segja eða gera eitthvað vitlaust. Af hverju rekst maður ekki á nein svoleiðis strákablogg. Af hverju þegja þeir alltaf?

Eru þeir bara rólegri, eða eru þeir svo busy við að sýnast vera töff, að þeir vilja ekki opinbera veikleika sína einsog stelpur virðast vera tilbúnar að gera (allavegana í nokkrar mínútur)? Eða nenna þeir bara ekki að velta sér uppúr vandræðum sínum?

Einar Örn uppfærði kl. 23:12 | 255 Orð | Flokkur: Netið



Ummæli (12)


Uhh. Sko.

Kallinn minn. Við þurfum aðeins að setjast niður og ræða um það hvað maður setur á opinberan vettvang og hvað ekki.

Ég amk myndi ekki mæla með því að fleiri strákar (eða stelpur) fari að fordæmi þeirra sem þú taldir upp.

JBJ sendi inn - 20.03.05 23:44 - (Ummæli #1)

ég er alltaf að bíða eftir að rekast á blogg hjá einhverjum sætum háskólastrákum (öðrum en þér) hvar halda þeir sig???? blogga þeir ekki???

katrín sendi inn - 21.03.05 01:02 - (Ummæli #2)

Sammála síðasta ræðumanni… :-)

Hjördís sendi inn - 21.03.05 02:02 - (Ummæli #3)

Katrín/Hjördís: ég er búin að finna einn annan .. en ég ætla að halda honum útaf fyrir mig for now .. múhahahahaha :-)

Emma sendi inn - 21.03.05 07:44 - (Ummæli #4)

Já, JBJ þetta, sem ég taldi upp með framhjáhaldið var nú kannski full langt gengið, enda virtist það vera meira í reiðikasti. Ég var ekki endilega að leita eftir einhverju álíka djúsí frá strákum.

En strákablogg fjalla hins vegar alltaf um eitthvað annað en eitthvað persónulegt. Þeir fjalla nánast aldrei neitt um þeirra líðan eða vandamál. Það finnst mér skrítið. Eða kannski er það ekki svo skrítið.

Einar Örn sendi inn - 21.03.05 08:18 - (Ummæli #5)

Melankoli Ólafs Stefánssonar gengur býsna langt og er þar mikill og nærandi lestur. (maður gefur ekki upp vísun á slíka gullmola, menn verða að hafa fyrir því að finna það)

Er þetta ekki bara munur kynjanna í hnotskurn? Hellisbúinn! Konur tala um vandamál en karlar um lausnir. Það er ekki fyrr en að persónulega vandamálið er leyst á farsælan hátt að karlinn tjái sig, kannski, um það.

Gulli sendi inn - 21.03.05 10:41 - (Ummæli #6)

Hæ, mér finnst skemmtilegra að lesa blogg þar sem að viðkomandi gefur eitthvað örlítið af sér t.d. í sambandi við einkalíf. Samt vill mar alls ekki heyra of mikið… og mér finnst þessi dæmi mjög extrím sem að þú vísar í. Ég fyrir mitt leyti blogga mun meira um persónulega hagi þegar ég er glöð og samband gengur vel og finnst mjög óviðeigandi að trassa einhvern online sem að er manni eða var manni kær. :-)

maja pæja sendi inn - 21.03.05 12:44 - (Ummæli #7)

emma ekki móral, koddu meðða gulli ótrúlega lúmsk vísun hjá þér

katrín sendi inn - 21.03.05 13:13 - (Ummæli #8)

Kannski skrifa strákarnir frekar um persónulega hagi sína í litlar kisudagbækur og geyma þær ofan í skúffu, hver veit ? :-) Annars eru það ábyggilega samskonar athugasemdir og þessi sem aftra strákum frá því að tjá sig, þeim finnst það ekki nógu karlmannlegt. Innan hóflegra marka er mun skemmtilegra að lesa blogg ef maður finnur að það er líf á bak við lyklaborðið. Og Emma það er bannað að skilja út undan, hver er þessi fyr? :-)

SB sendi inn - 21.03.05 15:34 - (Ummæli #9)

Þetta var ekki nógu lúmskt hjá þér Gulli… Hér er gullmolinn :-)

RG sendi inn - 21.03.05 15:40 - (Ummæli #10)

Ég vona að ég hafi ekki gert fólki of miklar vonir varðandi Melankola. Þessi skrif höfða ekki til allra. En vonandi getur þessi fyrirhöfn RG lífgað upp á blogglestur einhverra.

Gulli sendi inn - 21.03.05 17:04 - (Ummæli #11)

Hey Eeeeeeeeeeeemmmm ekkert svona :-) :-)

Hjördís sendi inn - 22.03.05 02:03 - (Ummæli #12)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu