« mars 23, 2005 | Main | mars 25, 2005 »
"Stórfréttir"
Ef að RÚV ætla að rjúfa útsendingu á Desperate Housewifes til að sýna beint frá komu Bobby Fischer til landsins, þá hegg ég af mér nefið í mótmælaskyni.

Hólí fokking krapp!
- Nooomah! - í sjónvarpinu mínu?
N . A . S . N . !
Ég fékk mér næstum því gervihnattamóttakara bara fyrir þessa stöð! Ok, þetta er semsagt íþróttastöð sem sýnir frá bandarískum íþróttum, sem eru ekki sýndar hér. Þannig að þarna er núna verið að sýna úrslitakeppnina í bandaríska háskólakörfuboltanum og svo verður í sumar sýndur HAFNABOLTI!!!
Jei jei jei JEIIIIII!!!!
Vá, ég táraðist næstum því þegar ég sá þetta.
Þannig að núna er pælingin, er einhver með Breiðband? Það er víst búið að leggja þetta að blokkinni minni, en ég er ekki með þetta inní íbúð. Veit einhver hversu mikið vesen þetta er? Þarf ég að borga einhvern pening til að fá þetta uppí íbúð? Á maður kannski frekar að hringja í Símann heldur en að spyrja þessara spurninga á þessari síðu?
En ég meina HAFNABOOOOOOOOOOOLTI SNILLLLLLLLLLLLLLLLLLD! Ó, þetta er búið að redda páskunum fyrir mér.

5 daga frí
Ég er ekki mikill frí-á-Íslandi maður. Ég lifi fyrir sumarfrí og ferðalög, en ég veit hins vegar ekkert hvað ég á að gera með þessi 4-5 daga frí, sem koma upp tvisvar á ári hér á Íslandi.
Byrjaði daginn á körfubolta með vinum mínum, sem var góð byrjun og sá til þess að ég fór allavegana útúr húsi. Núna veit ég hins vegar ekkert hvað ég á að gera við restina af fríinu. Það er sól í Vesturbænum og því fæ ég samviskubit við að horfa á sjónvarpið. Einnig er ég viss um að ég fæ samviskubit ef ég klára ekki tvö verkefni, sem ég hef dregið ansi lengi.
Foreldrar mínir, öll systkin og börn þeirra eru erlendis. Það er hreinlega magnað. Ég er því eini fjölskyldumeðlimurinn á Íslandi, þannig að varla kvarta ég yfir offramboði á matarboðum.
Ég er eiginlega hálf fúllt útí sjálfan mig fyrir nýta ekki fríið í að fara til útlanda. En ég meina hey. Ég reyni bara að gera eitthvað gagnlegt.
Þetta blogg er snilld.
Já, og stelpur. Ef ykkur vantar dagatal, þá mæli ég með þessu.

Leit:
Síðustu ummæli
- Kristján Atli: Til hamingju Sigurjón! Þér var hlíft við þessu óþa ...[Skoða]
- Einar Örn: Sigurjón, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. ...[Skoða]
- Sigurjón: Æ æ æ æ .... Ef niðurstaðan verður Man Utd vs Liv ...[Skoða]
-
Einar Örn: Takk
...[Skoða]
- einsidan: Til hambó með þetta ...[Skoða]
-
Gaui: Skál fyrir því, Einar minn!
...[Skoða]
- Hjördís Yo: ó já! Ég elska sko líka Liverpool !! ...[Skoða]
- Gummi: Jamm, var lengi að jafna mig á rangstöðunni. En Re ...[Skoða]
- Fannsa: Ömurlegt þegar dómarinn dæmdi ranglega rangstöðu.. ...[Skoða]
- Snorri: Ég sé EKKI fyrir mér að Árni komist inn á þing til ...[Skoða]
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Gamalt:
Topp 10:

Ég nota MT 3.33