« mars 26, 2005 | Main | mars 28, 2005 »
Nýtt slagorð fyrir Ísland - og myndavélakaup
Það er nokkuð ljóst að það þarf mikinn markaðssnilling til að lokka bandaríska ferðamenn til Íslands þessa dagana, þar sem að stór bjór kostar nú 10 dollara á íslenskum veitingastöðum. Einnig gerir ríkisstjórnin allt, sem hún getur gert til að bæta orðspor landsins með aðgerðum sínum. Því ætla ég að leggja til nýtt slagorð, sem Icelandair gæti nýtt sér:
ICELAND: We kill whales and give citizenships to anti-semites.
Þetta hlýtur að laða Bandaríkjamenn til landsins.
Annars, þá er ég núna alvarlega að spá í að kaupa mér nýja myndavél. Myndavélin, sem ég á í dag er í raun ágæt fyrir langflesta, en ég er búinn að sakna þess gríðarlega að geta ekki gert meira með vélina. Ég á gamla EOS filmumyndavél, sem mér fannst algjört æði, en ég nota einfaldlega ekki lengur filmu. Hef því notað digital vélina, en sakna þess verulega að geta ekki gert sömu hlutina á hana og ég gat gert á gömlu EOS vélinni.
Ég sá að Canon voru að setja á markað nýja tegund af EOS Rebel. sem mér líst rosalega vel á. Virðist vera góð uppfærsla frá gömlu Rebel vélinni. Ég hef átt Canon vélar síðan ég var lítill krakki, en hef verið að velta því fyrir mér hvort það sé þess virði að skipta yfir í Nikon. Er eiginlega ekki tilbúinn í að gera það nema þær séu talsvert betri.
Hefur einhver reynslu af þessu? Á ég kannski að kaupa mér einhverja aðra Canon vél? Ég kaupi mér ekki myndavél á hverjum degi (átti EOS vélina í 10 ár áður en ég keypti mér næstu vél), þannig að ég er tilbúinn að eyða ágætis pening í nýja vél.

Leit:
Síðustu ummæli
- Kristján Atli: Til hamingju Sigurjón! Þér var hlíft við þessu óþa ...[Skoða]
- Einar Örn: Sigurjón, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. ...[Skoða]
- Sigurjón: Æ æ æ æ .... Ef niðurstaðan verður Man Utd vs Liv ...[Skoða]
-
Einar Örn: Takk
...[Skoða]
- einsidan: Til hambó með þetta ...[Skoða]
-
Gaui: Skál fyrir því, Einar minn!
...[Skoða]
- Hjördís Yo: ó já! Ég elska sko líka Liverpool !! ...[Skoða]
- Gummi: Jamm, var lengi að jafna mig á rangstöðunni. En Re ...[Skoða]
- Fannsa: Ömurlegt þegar dómarinn dæmdi ranglega rangstöðu.. ...[Skoða]
- Snorri: Ég sé EKKI fyrir mér að Árni komist inn á þing til ...[Skoða]
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Gamalt:
Topp 10:

Ég nota MT 3.33