« Jarðskjálftar | Aðalsíða | Gyðingar og Nasistar »

Söngvaþáttur?

28. mars, 2005

Segið mér, er þessi söngvaþáttur með Hemma Gunn á Stöð 2 eitthvað grín, eða?

Einar Örn uppfærði kl. 20:27 | 14 Orð | Flokkur: Sjónvarp



Ummæli (6)


Nei, ekkert grín. Þetta er nýji “skemmtiþáttur fjölskyldunnar” hjá Hemma… og þótt ótrúlegt megi virðast, þá á hann sér bæði sterkar fyrirmyndir í a.m.k. Noregi og Englandi, og eflaust víðar sem ég veit ekki um.

Enda er þetta skemmtiþáttur í hæsta gæðaflokki. Ég hló mig allavega máttlausan þegar ég sá hann í kvöld… :-)

Kristján Atli sendi inn - 28.03.05 23:03 - (Ummæli #1)

Einhvers staðar las ég: “nýjasta æðið í sjónvarpi”

… áður en fyrsti þátturinn var sýndur…

Mjög sérstakt.

Hagnaðurinn sendi inn - 28.03.05 23:29 - (Ummæli #2)

ég hef séð norsku fyrirmyndina sem kallast beast by beat og hún er nú bara þrælgóð, þetta er leiðinlegt drasl hjá hemma samt :-)

Gummi Jóh sendi inn - 29.03.05 00:50 - (Ummæli #3)

Í alvöru talað, Gummi, er norski þátturinn góður? Ég get varla ímyndað mér að þetta sé eitthvað skemmtilegra á norsku en íslensku?

En kannski er ég bara svona fúll og leiðinlegur og maður þurfi að vera eitthvað uber-hress til að finnast þetta gaman. Mér fannst líka Idol-ið hundleiðinlegt, þannig að ég er eflaust ekki í markhópnum :-)

Annars elska ég þætti, sem eru auglýstir sem vinsælir áður en þeir eru frumsýndir. Þetta er ekki í fyrsta skiptið, sem það er gert.

Einar Örn sendi inn - 29.03.05 00:54 - (Ummæli #4)

Þar sem ég bý í Noregi þá hef ég séð ófáa þætti af Beat for Beat síðustu árin hérna og það eru alveg frábærir þættir.

Þetta hefur líka verið í gangi í Svíþjóð síðustu árin. Hef séð þann þátt nokkrum sinnum en finnst hann ekki alveg jafn skemmtilegur og sá norski.

Ef þetta er gert samkv. norsku formúlunni þá er þetta dulítið stýrt hvaða lög koma upp. Þeir tónlistarmenn sem syngja þurfa að senda inn lista af þeim lögum sem þeir telja sig geta sungið og svo er eitthvað valið úr þeim lista.

Mummi sendi inn - 29.03.05 10:01 - (Ummæli #5)

Norski þátturinn er góður, en samt ekkert sjónvarpsefni fyrir mig. Það þarf held ég sérstakar manneskjur til að vera hressar og kátar í 40min trallandi og syngandi heima í stofu en sá norski er bara vel gerður og virkar alveg þannig lagað.

Gummi Jóh sendi inn - 29.03.05 11:33 - (Ummæli #6)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu