« Túristast um Varsjá | Aðalsíða | Er ég kominn heim? »

Norðurlöndin geta líka verð ágæt

24. apríl, 2005

Ég er kominn til Gautaborgar eftir tvo fína daga í Stokkhólmi. Stokkhólmur er æði - ekki láta fólk segja ykkur annað.

Ég veit ekki hver er ástæðan, en ég hef alltaf haft netta fordóma gagnvart Stokkhólmi og Svíum. Var sannfærður um að Stokkhólmur væri bara önnur útgáfa af Osló og að Svíar væru leiðinlegir. Jæja, ég get staðfest að Stokkhólmur er sko ekki Osló, svo mikið er víst.

Stokkhólmur er með fallegri borgum, sem ég hef heimsótt. Veðrið var æðislegt báða dagana og ég eyddi mestum tímanum í að rölta í sólinni um borgina. Í gær labbaði ég um gamla bæinn í rólegheitunum, horfði á vaktaskipti í konungshöllinni og slappaði svo af í Kungstragarden.

Í dag gerði ég meira af því sama. Kíkti reyndar á Vasa safnið, sem er byggt utan um gamalt herskip, sem fannst á hafsbotni fyrir um 50 árum. En fyrir utan þá safnaferð, þá eyddi ég tímanum í rólegheitunum á labbi um borgina og dáðist að fegurð hennar. Gamli bærinn og reyndar allir miðbærinn er ótrúlega fallegur.


Núna er ég kominn til Gautaborgar og sit hérna uppá hótelherbergi og reyni að berja saman kynningu, sem ég á að halda á fimmtudaginn. Á fundi hérna bæði á morgun og á þriðjudaginn, en á miðvikudag fer ég aftur til Stokkhólms á ráðstefnu. Er nokkuð viss um að þar verði kvöld prógramm, svo sennilega mun ég sjá eitthvað meira af Stokkhólmi. Allavegana, þá er borgin vel virði heimsóknarinnar.

Skrifað í Gautaborg, Svíðjþóð klukkan 21:42

Einar Örn uppfærði kl. 19:42 | 245 Orð | Flokkur: Ferðalög



Ummæli (6)


Gaman að heyra þetta. Ég var einmitt líka alltaf með einhverja fordóma gagnvart Svíþjóð. En það breyttist um leið og ég fór þangað. Það er alltaf jafn gaman að koma til Stokkhóms, falleg og skemmtileg borg. Ég mæli með veitingastaðnum East á Stureplan ef þú hefur tíma. Smart umhverfi og góður matur :-)

Lísa sendi inn - 25.04.05 16:15 - (Ummæli #1)

Ef þú vilt fara á gott steikhús í Stokkhólmi þá mæli ég eindregið með Texas Smoke House í Östermalmshallen http://www.texassmokehouse.se/

Bryndís sendi inn - 25.04.05 16:16 - (Ummæli #2)

Iss hvurslags fordómar gagnart Osló , var þarna síðustu helgi :-)

Svaka skemmtilegt umhverfi og æðislega fallegt að kíkja í fjöllin fyrir ofan borgina þar sem frægi Lillehammer skíðastökkpallurinn er :-)

Var þarna reyndar bara í 6 klst.. og eeeh já.. þá var ég líka búið að sjá allt :-)

kveðja frá köben, Anna

Anna Gyða sendi inn - 26.04.05 12:55 - (Ummæli #3)

Stökkpallurinn heitir Holmenkollen, ekki Lillehammer :-)

Annars þá líkar mér ágætlega við Osló, en Stokkhólmur er þó talsvert fallegri borg en Osló, þótt það sé margt ágætt við Osló :-)

Einar Örn sendi inn - 26.04.05 15:27 - (Ummæli #4)

ohoo hvað ég er ánægð með hvað þér líkar vel við Stokkhólm… svía-genið alveg skælbrosandi :-) já gamli bærinn er alveg rosalega fallegur, ég get stundum alveg gleymt mér þegar að ég rölti um hann :-) bara verst hvað maður fer sjaldan til Stokkhólms, einhvern veginn er ég alltaf komin til Köben !

maja sendi inn - 26.04.05 21:52 - (Ummæli #5)

Hehehhehe :-)

Æj já meinti þetta Holmenkollen.. sagði alla ferðina Lillehammer og breyti því víst ekki héðan af :-)

Anna Gyða

Anna Gyða sendi inn - 27.04.05 15:21 - (Ummæli #6)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu