« maí 05, 2005 | Main | maí 07, 2005 »

Stefnumótasjónvarp

maí 06, 2005

Þetta Chicago íþróttaþemakvöld byrjar ekki vel, því Cubs töpuðu.
Oh, ég veit ekki hvernig ég nenni að svekkja mig á þessu liði.


Annars, SHIT!

Ég horfði í fyrsta skipti á heilan þátt af nýju Djúpu Lauginni. Það var erfiður klukkutími. Fyrir það fyrsta, þá gat ég aldrei horft í meira en mínútu án þess að skipta um stöð eða grípa um augun sökum þess hve ég vorkenndi fólkinu í þættinum.

Þetta nýja format á þættinum er alveg stórkostlegt, sérstaklega parturinn þar sem annað af tveimur deitum er sent heim á miðju stefnumótinu. Fyrir þá, sem hafa ekki séð þáttinn, þá fara alltaf 2 strákar og 1 stelpa, eða öfugt, saman á stefnumót (einn aðilinn er valinn af spyrjendanum, en hinn er valinn í símakosningu af áhorfendum). Í þessum þætti var það 1 kall og tvær konur, sem hittust heima hjá vini karlsins.

Þau hittast þarna fjögur í íbúð einhvers staðar í Reykjavík, borða franskar, salat og kjöt og drekka vín. Svo þegar þau eru búin með forréttinn, þá stendur kallinn upp og þarf að flytja ræðu, þar sem hann vísar annarri konunni heim. Úr því verða einhver pínlegustu móment í íslenskri sjónvarpssögu.

Áður fyrr var allavegana eitthvað fútt í stefnumótunum því myndatökumaður fór með fólkinu á fyllerí og einsog sönnum Íslendingum sæmir, þá gerði fólk alltaf eitthvað heimskulegt á þeim stefnumótum. Með þessu nýja formati, þá virðist myndatökumaðurinn aðeins vera með fólkinu í 2-3 tíma og því gerist ekki nokkur skapaður hlutur! Nákvæmlega ekki neitt!

Samkvæmt stelpunni, sem tók viðtal við parið þá var það mest spennandi, sem gerðist á stefnumótinu í þessum þætti, það að frönsku kartöflurnar duttu í gólfið. Já, og svo er konan alltaf uppí bústað. Ho ho ho ho! Kræst.

Þetta er ekki nógu gott. Mér fannst Djúpa Laugin einu sinni ágætis sjónvarpsefni, en menn þurfa að taka sér verulegt tak ef að það á að bjarga þessari seríu.

Hversu æðislegt var það líka að spyrjandinn og einn keppandinn í þættinum í kvöld þekktust? Þau voru bæði frá Sauðárkróki. Jei!

En allavegana, stelpan sem stjórnar þættinum er sæt. Plús fyrir það!


Annars, þá sá ég nýju syrpuna af Bachelor í gær. Sú syrpa lofar góðu. Aðallega vegna þess að ein aðalgellan virðist vera alger bitch, sem allar hinar stelpurnar hata. Það býður auðvitað uppá ýmis rifrildi, sem eru einmitt það skemmtilegasta við þessa þætti. Fyrstu þættirnir í þessum Bachelor/Bachelorette eru auðvitað bestu þættirnir, þar sem stelpurnar tapa sér yfir því hvað hinar eru leiðinlegar og grenja yfir gaurnum.

Í síðari þáttunum breytist þetta í viðbjóðslega velgju, sem enginn, nema einhver hjón í eins Don Cano göllum, getur horft á án þess að gubba.

437 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Sjónvarp

Húnar og Naut

maí 06, 2005

Jööössss! Sýn ætla að sýna leik 6 í einvígi Washington og Chicago í NBA á miðnætti í kvöld.

Þannig að klukkan hálf átta get ég horft á Mark Prior kasta fyrir Chicago Cubs gegn Philadelphia og svo get ég horft á Chicago Bulls á miðnætti. Yndislegt!

Washington STÁLU sigrinum síðast og Chicago hafa ekki unnið í D.C. í 10 ár, en það mun breytast í kvöld! Ég er sannfærður um það!

71 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Íþróttir

Fimm ára

maí 06, 2005

Fyrir tveim vikum, þá varð þessi síða fimm ára gömul. Ég steingleymdi afmælinu, enda var ég í Póllandi. Núna hef ég haldið þetta út án hvíldar síðan 22. apríl 2000. Veit ekki um neinn á Íslandi, sem hefur haldið svona lengi út án hvíldar.

Til hamingju ég!

47 Orð | Ummæli (12) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33