« Klappstýrur | Aðalsíða | Húnar og Naut »

Fimm ára

6. maí, 2005

Fyrir tveim vikum, þá varð þessi síða fimm ára gömul. Ég steingleymdi afmælinu, enda var ég í Póllandi. Núna hef ég haldið þetta út án hvíldar síðan 22. apríl 2000. Veit ekki um neinn á Íslandi, sem hefur haldið svona lengi út án hvíldar.

Til hamingju ég!

Einar Örn uppfærði kl. 09:31 | 47 Orð | Flokkur: Netið



Ummæli (12)


Nokkuð gott :-)

bió sendi inn - 06.05.05 11:14 - (Ummæli #1)

Til hamingju með það!!!!

Ætli ég og Ágúst Flygenring séum ekki á eftir þér, 2júní verður síðan mín 5 ára og hann er á undan eða eftir mér.

Hver er sagnfræðingur íslenskra bloggheima? :-)

Gummi Jóh sendi inn - 06.05.05 11:18 - (Ummæli #2)

Til hamingju með afmælið… bara eitt ár þangað til þú þarft að senda síðuna í grunnskóla.

Strumpakveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 06.05.05 12:16 - (Ummæli #3)

Til hamingju með það. Ég er sjálfur búinn að blogga í rétt rúm þrjú ár en á mismunandi stöðum, og á ekki elstu færslurnar lengur, þannig að ég skil vel hversu mikið afrek þetta er.

Spurning: heldurðu að þú náir 10 árum óslitið? Sjá bloggarar sig fyrir sér eftir 50 ár, á eftirlaunum, enn bloggandi? Ég er ekki viss um að ég vilji vera þannig manneskja…

Kristján Atli sendi inn - 06.05.05 13:28 - (Ummæli #4)

tilllykke!

Emma sendi inn - 06.05.05 13:46 - (Ummæli #5)

Samkvæmt blogtree er Einar eldri en Ágúst.

http://www.blogtree.com/blogtree.php?blogid=6490

bió sendi inn - 06.05.05 13:59 - (Ummæli #6)

Takk öll.

Ágúst byrjaði 4.maí, um tveimur vikum á eftir mér. :-)

Einar Örn sendi inn - 06.05.05 17:40 - (Ummæli #7)

vá.. þetta er nokkuð vel af sér vikið !

heidi sendi inn - 06.05.05 17:56 - (Ummæli #8)

Til hamingju!

Ætli Már og Bjarni Rúnar séu samt ekki búinn að vera lengur að?

Finnbogi sendi inn - 06.05.05 18:34 - (Ummæli #9)

Már byrjaði fyrr, en hann hefur tekið sér nokkur löng hlé :-)

Veit ekki með Bjarna.

Einar Örn sendi inn - 06.05.05 18:45 - (Ummæli #10)

Annars er það ekkert sérstakt takmark hjá mér að hafa haldið lengst út :-)

Einar Örn sendi inn - 06.05.05 18:47 - (Ummæli #11)

Hehe yeah right, þú ert svo mikill keppnismaður að hvaða sigur sem er gleður þig :-)

RG sendi inn - 06.05.05 21:56 - (Ummæli #12)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu