« maí 15, 2005 | Main | maí 17, 2005 »

Istanbúl

maí 16, 2005

Jæja, núna er það orðið nokkurn veginn pottþétt að ég er að fara til Istanbúl í næstu viku. Mun þar horfa á mitt lið, Liverpool, mæta AC Milan í úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ég einfaldlega gat ekki látið þetta tækifæri framhjá mér fara. Ég var 6 ára gamall síðast þegar Liverpool spilaði úrslitaleik í Evrópukeppni Meistaraliða, þannig að þetta gerist ekki á hverjum degi. Ég fer út næsta þriðjudag og verð í þrjá daga. Held að ég hafi aðeins einn dag í Istanbúl, þannig að ég mun ekki geta gert margt merkilegt þarna… nema fara á stærsta leik ævi minnar.

Mig hefur alltaf dreymt um að komast til Tyrklands og ég hlakka til að sjá Istanbúl, þrátt fyrir að það verði eflaust aðeins í mýflugumynd. Það er aðeins vika í ferðina. Ég hef ekki hlakkað svona mikið til utanlandsferðar í laaaangan tíma.

En allavegana, þá er ég búinn að monta mig af þessu bæði hér, sem og á Liverpool blogginu :-)

159 Orð | Ummæli (7) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33