« Dagur í lífi | Aðalsíða | Ný heimasíða »

Istanbúl

16. maí, 2005

Jæja, núna er það orðið nokkurn veginn pottþétt að ég er að fara til Istanbúl í næstu viku. Mun þar horfa á mitt lið, Liverpool, mæta AC Milan í úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ég einfaldlega gat ekki látið þetta tækifæri framhjá mér fara. Ég var 6 ára gamall síðast þegar Liverpool spilaði úrslitaleik í Evrópukeppni Meistaraliða, þannig að þetta gerist ekki á hverjum degi. Ég fer út næsta þriðjudag og verð í þrjá daga. Held að ég hafi aðeins einn dag í Istanbúl, þannig að ég mun ekki geta gert margt merkilegt þarna… nema fara á stærsta leik ævi minnar.

Mig hefur alltaf dreymt um að komast til Tyrklands og ég hlakka til að sjá Istanbúl, þrátt fyrir að það verði eflaust aðeins í mýflugumynd. Það er aðeins vika í ferðina. Ég hef ekki hlakkað svona mikið til utanlandsferðar í laaaangan tíma.

En allavegana, þá er ég búinn að monta mig af þessu bæði hér, sem og á Liverpool blogginu :-)

Einar Örn uppfærði kl. 23:41 | 159 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (7)


Til hamingju… vá hvað maður vildi vera að fara!

En þú gerir þér grein fyrir ef við töpum verður þér kennt um…

Strumpakveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 17.05.05 00:05 - (Ummæli #1)

Er einmitt að lesa Snow eftir Orham Pamuk, sem er svo brilljant að mig dauðlangar til Tyrklands - samt er ég nýbyrjaður. Bókin gerist að vísu ekki í Istanbul en hann hefur hins vegar samið bók sem heitir einfaldlega Istanbul. Gæti verið góð í ferðatöskuna …

Ásgeir H sendi inn - 17.05.05 00:39 - (Ummæli #2)

Stuð! Ég var þar í síðustu viku. Kominn með hótel?

Bara ekki fara þangað veikur og passaðu þig á því að Hagia Sofia er lokuð á mánudögum og höllin á þriðjudögum.

Missti af höllinni (vegna veikinda) en Hagia Sofia er flott. Bláa moskan fannst mér ekkert rosalega, hafandi séð margar af fallegustu moskum heimsins. :-)

Ágúst sendi inn - 17.05.05 00:58 - (Ummæli #3)

Takk fyrir upplýsingarnar.

Ég veit reyndar ekki hvort ég geti skoðað neitt yfir höfuð, þar sem þetta er pakkaferð frá A til Ö :-)

Einar Örn sendi inn - 17.05.05 11:05 - (Ummæli #4)

Úff, var þarna í 2 daga í febrúar og sá EKKI NEITT! Var að gefast upp á því hvað Tyrkirnir voru erfiðir, held að ekkert hafi gengið upp á þessum 2 dögum hjá mér… algjör horror :-)

…held það hafi samt mest verið Turkish airlines að kenna, og snjóbil og því að fluginu mínu var cancelað með þeim afleðingum að ég var lokuð inná flugvelli/hóteli allan tímann og fékk ekkert að fara því flugið átti alltaf að fara bráðum (en dróst svo í 2 nætur). Reyndar hefði ég ekki komist neitt því engir hraðbankar vildu taka Visa kortið mitt… Já og svo varð ég veik af matnum sem þeir gáfu mér (af öllum stöðum í heiminum!)… urrr… :-)

…en það er hægt að hlæja að þessu svona eftir á… :-)

Ábending: Farðu varlega, Tyrkland er ekki eins auðvelt og maður heldur! (iss, Indland var nú bara ísí miðað við þetta…:-) :-) Já en skemmtu þér samt vel á leiknum!

P sendi inn - 17.05.05 16:05 - (Ummæli #5)

Ég von að ég verði aðeins heppnari en þú, fröken P :-)

Einar Örn sendi inn - 17.05.05 21:06 - (Ummæli #6)

Istanbul er GEÐVEIK borg..:-)

Mæli með Grand Basar og Spice market, þ.e, ef þér finnst gaman að versla og prútta. Ef þú villt skoða eitthvað EKTA tyrkneskt, þá er gaman að fara á tyrknesk kaffihús (maður situr/liggur á púðum á gólfinu og lætur fara vel um sig:-) …svo er Hagia Sofia fín og gaman að röllta þar um nágrennið. Ef þú hefur tíma er líka gaman að sigla um Boshporus sundið (á milli Evrópu og Asíu)

Rosa ódýrt að taka leigubíla, þannig að ekki hika við að ferðast þannig út um allt

GÓÐA SKEMMTUN

Sigga sendi inn - 17.05.05 23:17 - (Ummæli #7)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu