« Istanbúl | Aðalsíða | Evró »

Ný heimasíða

17. maí, 2005

Jæja, þá er ég loksins búinn að klára heimasíðuverkefnið, sem ég tók að mér fyrir nokkrum mánuðum. Síðan er fyrir fyrirtækið, sem ég vinn hjá dags daglega.

Útlitið er reyndar ekki hannað af mér, heldur af spekingunum í Vatíkaninu, sem er auglýsingastofan, sem ég vinn langmest með í vinnunni. Ég fékk útlitið í hendurnar fyrir ansi mörgum vikum, en hef dregið það lengi að klára síðuna. Aðallega vegna þess að ég er í fullri vinnu, á auk þess veitingastað og reyni að eiga líf fyrir utan þessa tvo hluti, þannig að það var ekki auðvelt að smella heimasíðugerð þar á milli. En allavegana, þið getið skoðað síðuna. Þar er m.a. þessi ljómandi skemmtilega mynd af mér. Ég þarf að reyna að brosa oftar á myndum. Hef verið alltof alvarlegur hingað til. Glotti í mesta lagi. Jamm


Samkvæmt Audioscrobbler, þá hlustaði ég 277 sinnum á Eels í síðustu viku. Það tel ég vera prýðis árangur. Það var kominn tími til að einhver færi að gefa Dylan smá samkeppni. Eels og Neil Young koma þar sterkir inn.

Einar Örn uppfærði kl. 21:10 | 175 Orð | Flokkur: Almennt



Ummæli (12)


Sæll

Fínt útlit. Vantar greinilega samt eitthvað í slóðirnar t.d. hérna:http://www.danol.is/kaffikerfi/kaffi/compactgler.php og svo líka hjá starfsmönnunum.

Annars fínt. Congrats.

Tómas Hafliðason sendi inn - 18.05.05 00:06 - (Ummæli #1)

Ég vil þakka þér kærlega fyrir það að eiga þátt í því að flytja inn Mentos. Megi þú lifa í árþúsundir.

Sigurjón sendi inn - 18.05.05 08:51 - (Ummæli #2)

Ég er ad skoda Danol siduna i Firefox 1.0.4 í RedHat og tha fæ eg ca. 4-5cm gráan dálk vinstra megin á síduna sem ekkert inniheldur. Finnst ólíklegt ad thad hafi verid hluti af hønnuninni?

Skjámynd: http://www.astro.ku.dk/~ardis/postur/danol.gif

Ad ødru leyti virka hlutirnir vel.

Árdís sendi inn - 18.05.05 11:24 - (Ummæli #3)

heyrðu er þá ekki til lengur www.danol.is/breyta.html sem ég notaði mjög mikið :-)

Hjördís sendi inn - 18.05.05 15:39 - (Ummæli #4)

Sigurjón: ekkert að þakka :-)

Hjördís: ég er búinn að laga þetta :-)

Árdís: Ég varð var við þetta á einni tölvu hérna. Sko, aðalefnið á að vera í miðjunni líkt og er á eoe.is. veit ekki af hverju þetta fer til hægri hjá sumum. Þarf að skoða það betur.

Tómas. Held að ég sé búinn að laga þetta. varstu með einhver önnur dæmi?

Einar Örn sendi inn - 18.05.05 17:05 - (Ummæli #5)

Heil og sæl, fegurð

Háfrónska tungumálið er dóttir nýyrðaskáldsins Timbur-Helga Hermanssonar (Jozef Braekmans) og fjallkonunnar. Tökuorð eiga ekki heima í þessari dýrslega hreinu mynd íslenskunnar. Við erum allir tökuorðatortímendur!!! High Icelandic or háfrónska rules! We must kick ass and be cool on the language market! Support us and tell your friends we will be on the net next week!

með bestu kveðju, Timbur-Helgi hermansson nýyrðaskáld

Timbur-Helgi Hermansson sendi inn - 18.05.05 17:17 - (Ummæli #6)

Flott síða hjá þér, djöfull ertu klár :-)

SB sendi inn - 18.05.05 19:53 - (Ummæli #7)

Sæll, mjög nett síða.

Eitt sem ég verð þó að setja út á :-)

Ég tek eftir því að það er hvergi byrjað á body-taggi … það er “enda” body-tag neðst í skjalinu en hvergi “upphafs” body-tag. Þó svo að þetta kunni ekki að hafa mikil áhrif á hvernig betri vafar birta vefinn (Þar sem þeir hafa yfirleitt mjög mikil tolerance gagnvart villum), þá er þetta algjört grundvallaratriði ef maður vill að vefurinn “validate-ist”. Ég er viss um að þú hefur bara gleymt að setja þetta inn.

Annað, varðandi miðjunina á vefnum, þá sé ég hjá mér að hann er ekki á miðjum skjánum. Gæti tengst eitthvað því sem Árdís nefnir. Mér sýnist á öllu að DIV-ið #rammi sé það sem stýri víddinni á vefnum og horizontal staðsetningu, þá er hér svona “best-practice” aðferðin við að miðja, sem virkar í öllum/flestum vöfrum:

    #rammi {
  position : relative;
  width : 820px;
  left:50%;
  background:#DCDDDC;
  margin0 0 5px -410px;
    }

Eins og þú ert með núna

    #rammi {
  position : relative;
  width : 820px;
  left:20%;
  background:#DCDDDC;
  margin-bottom:5px;
    }

Munurinn er semsagt sá að setja left:50%; og setja svo margin-left sem negatívan helming breiddar. Semsagt í þessu tilfelli 820px / 2 = 410 og það í mínus.

Kannski að þetta hjálpi eitthvað :-)

Haukur H. Þórsson sendi inn - 18.05.05 20:18 - (Ummæli #8)

Takk kærlega, Haukur!!!

Ég setti þessa aðferð inn og hún virkar ágætlega hjá mér. Árdís, ef þú lest þetta, láttu mig vita hvort þetta virkar :-)

Og svo setti ég inn body tag-ið. Sem betur fer er stór partur af síðunni í php includes, þannig að ég þurfti bara að smella því inn á einn stað :-)

Einar Örn sendi inn - 18.05.05 21:36 - (Ummæli #9)

Flott að þetta hjálpaði, ég sé a.m.k að vefurinn er alveg á miðjum skjánum hjá mér núna :-)

Haukur H. Þórsson sendi inn - 18.05.05 22:25 - (Ummæli #10)

Virkaði ekki áður, en virkar núna (er með Firefox). Flottur vefur. :-)

einsidan sendi inn - 20.05.05 01:57 - (Ummæli #11)

Jú, thetta er komid í lag núna :-)

Árdís sendi inn - 20.05.05 07:51 - (Ummæli #12)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu