« júlí 07, 2005 | Main | júlí 10, 2005 »

Server mál

júlí 08, 2005

Ef þú veist eitthvað um server-mál lestu áfram. Ef ekki, þá er þetta afskaplega leiðinleg færsla.

Allavegana, ég er við það að gefast uppá server-num, sem þessi síða er hýst á. Serverinn er með Windows vefþjón, sem er fokking drasl. Ég gete ekki notað helminginn af þeim möguleikum, sem mér bjóðast varðandi Movabletype. Sérstaklega er ég í vandræðum með að nota lausnir, sem gera mér kleift að gera myndahluta þessarar síðu einfaldari í uppfærslum.

Þannig að ég er að leita að einhverjum, sem getur hýst þessa síðu fyrir mig. Það er eoe.is og Liverpool bloggið. Ég er auðvitað tilbúinn að borga sanngjarnt gjald fyrir. Ég vil fá afnot af hraðvirkum server, þar sem ég get sett þá hluti, sem eru nauðsynlegir í MT svo sem ImageMagick og fleira. Einnig verður XML-RPC að virka vel (það virkar ekki baun á Windows).

Ég þarf að hafa slatta af plássi, helst svona 1GB, svo ég geti sett inn mjööög mikið af myndum og fleira efni. Samtals fá þessir vefir um 2000 heimsóknir á dag og um 4000 flettingar. Ég á frekar von á að það aukist, heldur en að sú umferð minnki. Einstaka sinnum vil ég geta sett inn vídeó eða tónlist, sem gæti aukið umferð eitthvað.

Hefur einhver þarna úti getu til að taka þetta að sér, eða hefur einhver reynslu af góðum þjónustaðilum hérna heima eða útí heimi? Öll hjálp yrði gríðarlega vel þegin.

234 Orð | Ummæli (6) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33