« Hálfvitar | Aðalsíða | Sunnudagur til sjónvarpsgláps »

Server mál

8. júlí, 2005

Ef þú veist eitthvað um server-mál lestu áfram. Ef ekki, þá er þetta afskaplega leiðinleg færsla.

Allavegana, ég er við það að gefast uppá server-num, sem þessi síða er hýst á. Serverinn er með Windows vefþjón, sem er fokking drasl. Ég gete ekki notað helminginn af þeim möguleikum, sem mér bjóðast varðandi Movabletype. Sérstaklega er ég í vandræðum með að nota lausnir, sem gera mér kleift að gera myndahluta þessarar síðu einfaldari í uppfærslum.

Þannig að ég er að leita að einhverjum, sem getur hýst þessa síðu fyrir mig. Það er eoe.is og Liverpool bloggið. Ég er auðvitað tilbúinn að borga sanngjarnt gjald fyrir. Ég vil fá afnot af hraðvirkum server, þar sem ég get sett þá hluti, sem eru nauðsynlegir í MT svo sem ImageMagick og fleira. Einnig verður XML-RPC að virka vel (það virkar ekki baun á Windows).

Ég þarf að hafa slatta af plássi, helst svona 1GB, svo ég geti sett inn mjööög mikið af myndum og fleira efni. Samtals fá þessir vefir um 2000 heimsóknir á dag og um 4000 flettingar. Ég á frekar von á að það aukist, heldur en að sú umferð minnki. Einstaka sinnum vil ég geta sett inn vídeó eða tónlist, sem gæti aukið umferð eitthvað.

Hefur einhver þarna úti getu til að taka þetta að sér, eða hefur einhver reynslu af góðum þjónustaðilum hérna heima eða útí heimi? Öll hjálp yrði gríðarlega vel þegin.

Einar Örn uppfærði kl. 18:38 | 234 Orð | Flokkur: Netið



Ummæli (6)


Bluehost.com og GoDaddy.com bjóða upp á veflausnir á fínu verði.

Hjá GoDaddy kostar 2GB pláss, með 100GB bandvídd $7.96 á mánuði ef maður borgar fyrir heilt ár.

Hjá Bluehost er þetta að mig minnir um $7.00 mánaðargjald, en það er auðveldara held ég að færa eoe.is yfir hjá þeim heldur en GoDaddy, auk þess þar sem að þar er 4GB pláss.

Báðir þessir þjónustuaðilar hýsa vefþjóna sína í Bandaríkjunum, en ég veit ekki hvort það sé einhver dealbreaker.

Sverrir sendi inn - 09.07.05 16:00 - (Ummæli #1)

Takk fyrir þetta. Ég skoða þetta :-)

Einar Örn sendi inn - 10.07.05 13:22 - (Ummæli #2)

Ég nota Pair.com. Þeir eru frekar dýrir en gæðin eru alveg í samræmi við verðið.

Einar sendi inn - 10.07.05 15:22 - (Ummæli #3)

Ég er búinn að vera hjá GoDaddy í tæp 2 ár, líkar vel. Góðir, köstómæsabol og ódýrir.

Svo er þetta nafn náttúrlega alveg to dæ for, hvar er síðan þín hýst? Nú hjá GoDaddy náttla!

Eini gallinn fyrir þig væri að allt niðurhal er erlendis frá -ef það skiptir þig þá e-u máli?

Jensi sendi inn - 10.07.05 22:05 - (Ummæli #4)

Já, en PR hefurðu ekki lesið bloggið hjá gaurnum, sem á GoDaddy.

Sjá hér. Algjört nutcase :-)

Einar Örn sendi inn - 10.07.05 22:10 - (Ummæli #5)

Ég henti upp server sjálfur fyrir vef-, ftp- og póstþjóna, nota Win 2000. Efniviðurinn kostaði 0 kr., notaði gamla vél sem ég átti, fékk aukadisk og meira minni gefins, enda voðalega gamalt. Þarft ekkert neina massa vél til að reka þetta.

Tek fram að ég hafði enga þekkingu á þessu fyrirfram, þetta er bara ekki sérlega mikið mál. Image Magic tróð ég upp hjá mér og virkaði fínt, setti upp gallery líka frá Sourceforge, ekkert mál.

Veit ekki með þessa hluti sem þú getur ekki notað í MT en þó að hitt og þetta sé ekki fyrir Win þá hefur mér alltaf tekist að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að troða hlutunum upp án vandræða.

Stór kostur að geta unnið á vélinni sjálfri, þá ertu t.d. ekki að hlaða myndunum þínum til USA.

Hils, Scweppes

Scweppes sendi inn - 10.07.05 23:30 - (Ummæli #6)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu