« júlí 11, 2005 | Main | júlí 13, 2005 »

QOTSA og Sufjan Stevens

júlí 12, 2005

Ég var að komast að því að “Lullabies to Paralyze” með Queens of the Stone Age er helvíti góð plata. Hún fellur í sama hóp og Time out of Mind, það er að hún byrjar svo hroðalega leiðinlega að ég gafst eiginlega uppá að hlusta á hana. Ég hlustaði nokkrum sinnum á hana stuttu eftir að hún kom út, en byrjunin er svo leiðinleg að ég dæmdi alla plötuna út frá henni. Það voru mistök.

Eiginlega byrjar “Lullabies” ekki af alvöru fyrr en á “In My Head”, sem er lag númer 6. Eftir það er platan virkilega góð. Fyrsta lagið á plötunni er djók, svo koma nokkur lög sem eru einungis la la. Eftir miðbikið, færist hins vegar fjör í þetta. I Never Came er að ég held eitt besta lag þessa árs og hin lögin eru öll virkilega góð, sérstaklega Blood is love, Someone’s in the wolf og Broken Box. Ja hérna…


En þessi plata er samt ekki jafn góð og Illinois með Sufjan Stevens. Sú plata er stórkostleg snilld. Gunni vinur minn mældi með henni við mig fyrir nærri því tveimur mánuðum, en ég var lengi að gefa henni sjens. Ég ætti að vita betur, því ég hlusta alltaf á ráðleggingar hans í tónlist. Og jú, platan er frábær.

Held að þetta sé besta plata ársins hingað til ásamt Blinking Lights… með Eels.

225 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Tónlist

McD búningar

júlí 12, 2005

Þetta er stórkostlegt: McDonald’s ætlar að eyða 80 milljónum bandaríkjadala í að fá hip-hop tískufyrirtæki einsog SeanJohn, Tommy Hilfiger, Fubu og fleiri til að hanna nýja búninga á starfsfólk staðanna.

Ég hannaði Serrano búningana með einhverjum gaur hjá bolafyrirtæki á svona 15 mínútum og að mínu mati eru þeir umtalsvert smekklegri en McDonald’s búningarnir, þannig að þetta ætti að vera auðvelt verk.

62 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Viðskipti

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33