« QOTSA og Sufjan Stevens | Aðalsíða | Atvinnu-auglýsing »

Hjólhýsi og wife swap

13. júlí, 2005

Magga fjallar um hjólhýsaæði landans. Hún er besti bloggari landsins, segi ég og skrifa.


Á þessi Wife Swap þáttur virkilega að vera skemmtilegur? Ég náði ekki að standa uppúr sófanum eftir að Liverpool leikurinn kláraðist og festist yfir þessum þætti. Þetta er hryllilega leiðinlegt. Án efa í síðasta skipti sem ég hlusta á Bo Halldórs. “Nýjasta æðið í bandarísku sjónvarpi” my ass.

Ég er ferlega þreyttur. Fór í körfubolta eftir vinnu og svo komu nokkrir vinir í heimsókn til að horfa á Liverpool leikinn. Núna get ég varla staðið uppúr sófanum.


Færslan mín um leiðinlega sumarveðrið var listuð á b2.is (gamla Batman) og það þýddi að 3000 manns skoðuðu þá færslu. Ekki einn af þessum þrjú þúsund kommentaði á færsluna, sem mér finnst magnað.

En allavegana, það er ekki enn búið að boða mig í Kastljósið til að tala um þessa stórkostlegu uppgötvun mína! Ég meina, ég, hagfræðingurinn Einar Örn uppgötvaði það að á Íslandi er leiðinlegasta sumarveður í heimi!!! Þetta er senninlega ein af fimm merkilegustu uppgötvunum Íslandssögunnar og mun sennilega hafa hræðilega afleiðingar fyrir íslenska þjóðarsál.

Veðurfræðingarnir í fréttunum passa sig á því að minnast alltaf á það þegar það er kalt í Evrópu eða rigning á Spáni, sérstaklega þegar það er sól á Austurlandi á sama tíma. Það er gert til að búa til þann ímyndaða rauveruleika að veðrið hérna sé eðlilegt og í einhverju samræmi við veður í öðrum löndum. Það er hins vegar bull.

En svona er þetta.

Einar Örn uppfærði kl. 21:36 | 243 Orð | Flokkur: Almennt



Ummæli (4)


Jám, ég veit, en þetta tengist líka besta lambakjöti í heimi, besta vatni í heimi, fallegustu konum í heimi, og hreinustu náttúru í heimi.

Þetta er pakkadíll fyrir smáþjóð.

Halli sendi inn - 14.07.05 07:35 - (Ummæli #1)

Jamm, en finnst þér það ekki grimm örlög fyrir okkur að við erum með sætustu stelpur í heimi, en samt er veðrið svo ömurlegt að þær geta aldrei verið í pilsum úti?

Ég held að Guð sé að stríða okkur.

Einar Örn sendi inn - 14.07.05 08:38 - (Ummæli #2)

Iss, þær eru samt í pilsum. Láta ekkert smá frost skemma verslunarferð til Palma. Grípa bara í leiðinni 12 pakka af húðlituðum sokkabuxum og þá sér enginn muninn á fögrum leggjum og veðurbörnum bláleitum æðahnýttum lærum.

Aðalkosturinn við góða veðrið (sem ég fæ hér) er að það er hægt að fara út í bol…og vera í bol. Það þarf engan jakka, flíspeysu eða bíl á nærliggjandi bílastæði. Góða veðrið helst alveg.

Halli sendi inn - 14.07.05 13:51 - (Ummæli #3)

já sama hérna.. ég fór í fyrsta skipti út í peysu áðan í ca. 2 vikur..

katrín sendi inn - 15.07.05 04:06 - (Ummæli #4)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu