« Andvaka | Aðalsíða | Borgin eða vinnan? »

Ströndin

26. júlí, 2005

Meðan ég var andvaka í gær gerði ég svosem ýmsa hluti. Ég horfði á Cubs vinna baseball leik í beinni útsendingu frá Chicago og lét mig dreyma um að vera á þriðjudagskvöldi á Wrigley Field, drekkandi bjór og horfandi á baseball.

Kláraði einnig að lesa The Beach eftir Alex Garland. Þegar ég spurðist fyrir um bækur tengdar Suð-Austur Asíu, þá var mælt með þessari bók. Ég hafði einhvernt tímann horft á myndina með Leo DiCaprio, en ég gafst uppá þeirri mynd eftir um klukkutíma. Bókin er umtalsvert betri. Samt öðruvísi en ég átti von á. Aðeins rólegri en ég átti von á miðað við allar lýsingarnar.

Þegar ég byrjaði að láta mig dreyma um ferðalög keypti ég fulltaf Suðaustur-Asíu tengdum bókum. Næst á dagskrá er Lands of Charm and Cruelty : Travels in Southeast Asia og svo The Things they carried

Einar Örn uppfærði kl. 13:20 | 141 Orð | Flokkur: Bækur



Ummæli (4)


Er ekki málið að lesa The Quiet American eftir Graham Greene ef þú ert að pæla í þessu landsvæði… hún gerist að vísu í Víetnam.

Mæli með henni.

Strumpakveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 26.07.05 13:40 - (Ummæli #1)

Júmm, hún er á listanum.

Einar Örn sendi inn - 26.07.05 14:29 - (Ummæli #2)

Sit herna a netkaffi i bangkok ad bida eftir konunni… Asia er kul! Maeli eindregid med ferdalogum thar, eg ad visu bara buinn ad vera stutt en lika naerri fjorar vikur eftir og thar med talid Angkor Wat i Kambodiu og Killing fields ef vid gefum okkur tima i thad. maeli med thessu. Almennt eru asiubuarnir baedi her i thailandi og svo their sem madur hittir mjog vinalegir og hjalplegir, stundum of :-) En gaeti nu bladrad meira en nenni thvi ekki a thessu netkaffi. Baekurnar sem thu segir fra tharna nedst eru meira en litid ahugaverdar, tharf ad kikjast a thaer vid taekifaeri thegar heim er komid.

Drifa sig svo til Asiu :D Bjarni -sem hefur ekki enntha verid bitinn af moskitdo…. :-)

Bjarni sendi inn - 29.07.05 09:04 - (Ummæli #3)

Takk fyrir þetta, Bjarni. Gaman að heyra. Ég held að það séu miklar líkur á að ég sé á leiðinni út. :-)

Einar Örn sendi inn - 29.07.05 11:03 - (Ummæli #4)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu