« Borgin eða vinnan? | Aðalsíða | London um helgina »

Borgin eða vinnan?

27. júlí, 2005

Fyrir það fyrsta, þá má ekki taka þessari færslu sem enn einum “mig langar út”© pistli frá mér! Ok? :-)

Allavegana, ég rakst á einhverjar umræður á netinu um svipað mál. En mig langaði að fá input frá fólki, sem les þessa síðu:

Hvort myndir þú heldur vilja búa í æðislegri borg og vinna leiðinlega vinnu…

eða

Búa í leiðinlegri borg í æðislegri vinnu?

Að því gefnu þá að við tökum út vini og fjölskyldu. Segjum bara að þú ættir að velja milli tveggja borga í Evrópu. Önnur borgin er tiltölulega ljót, með litlu mannlífi og leiðinlegu veðri. Hin borgin er falleg, með iðandi mannlífi og góðu veðri. Þú gætir fengið algjöra draumavinnu í leiðinlegu borginni, en þyrftir að vera í leiðinlegri vinnu í skemmtilegu borginni. Hvort myndir þú velja?

Og einsog ég sagði áður, þá á þetta ekki við um mig. En fólk virðist vera tilbúið að flytjast á ótrúlegustu staði fyrir draumavinnuna sína. Langar að heyra hvort þetta sé algengt hjá fólki.

Einar Örn uppfærði kl. 20:38 | 164 Orð | Flokkur: Almennt



Ummæli (16)


..hmm - snúin spurning :-) Ætli ég myndi ekki velja “æðislegu borgina” og vinna í því að finna mér “betri/skemmtilegri/drauma” vinnu þar :-)

Svetly sendi inn - 27.07.05 22:23 - (Ummæli #1)

Skemmtilega borgin, án þess að þurfa að hugsa mig um. Vinnan er nákvæmlega bara það … VINNA … það sem þú gerir utan vinnutíma er miklu, miklu, miklu mikilvægara.

Hins vegar, ef þú værir að bjóða mér annað hvort að hreinsa ræsin í New York eða að fá borgað fyrir að sofa á Akureyri … þá væri niðurstaðan sennilega önnur. Þetta veltur líka mikið á því hversu slæm slæma vinnan er. :-)

Kristján Atli sendi inn - 27.07.05 22:53 - (Ummæli #2)

Fegurð, iðandi mannlíf, gott veður og leiðinleg vinna :-) Ekki spurning!

En þú spurðir um ástæðu 34 áranna. Sjálfur er ég 42. Ég setti mér ungur það markmið að kynnast og sjá landið mitt á undan útlöndum. Hef staðið mig vel í að fullgera það markmið. Á hálendið þó eftir :-)

Stundum vaknar þó þessi löngun að vera einhversstaðar þar sem enginn þekkir mann og ég þekki engan. Týnast og upplifa í algjörlega nýju umhverfi, fegurð, iðandi mannlífi og góðu veðri :-)

agust.o sendi inn - 27.07.05 23:34 - (Ummæli #3)

Skemmtileg pæling en mér finnst samt erfitt að svara spurningunni ef maður á að taka alveg vini og fjölskyldu út fyrir sviga.

Ég er sammála þeim sem rituðu hér að ofan að það skemmtilega borgin virðist hafa samkeppnislega yfirburði (hvað er rétt þýðing á comparative advantage?)

En ef maður eigi hefur engan að njóta skemmtilegu borgarinnar með, e-n til að heimsækja, fara á kaffihús með, see the sights …blah …s.s. félagsskap …þá held ég að ,,skemmtilega borgin” geti orðið soldið grá og guggin (hef reyndar reynslu af því!)

Þannig að við endum náttúrlega í slembi-góðu if then else: ef: góður vinur, maki, e-r nákominn er í nánd, þá: skemmtileg borg, annars: skiptir ekki máli, það allsstaðar hægt að láta sér leiðast!

Jensi sendi inn - 27.07.05 23:46 - (Ummæli #4)

Það er mun, miklu erfiðara að gera leiðinlega vinnu skemmtilega heldur en að gera gera eitthvað gott úr frítímanum sínum. Jafnvel í leiðinlegustu borg í heimi.

Boggs sendi inn - 28.07.05 00:26 - (Ummæli #5)

Leiðinleg borg, skemmtileg vinna. Ekki spurning. Ef vinnan er leiðinleg (í það minnsta 1/3 dags að meðaltali fer í þetta) þá eru dágóðar líkur á að restin af deginum sé það líka.

Fyrir mig er auðveldara að gera gráu hlutina skemmtilega ef ég kem brosandi úr vinnunni. Aftur á móti sé ég ekki regnbogann ef ég kem í fýlu úr vinnunni. Þá sé ég bara rúmið mitt.

kv, tobs

Tobbi sendi inn - 28.07.05 00:43 - (Ummæli #6)

heyyy ég er einmitt alveg sammála tobba mínum! :-)

8 tímar á dag í einhverjum tómum leiðindum er ekki eitthvað sem ég sé framá að geta gert nokkurn tímann..

katrín sendi inn - 28.07.05 02:34 - (Ummæli #7)

Hmmm… þetta virðist vera skipt 50-50. Ekki það að ég hefði átt von á öðru en að fólk mæti hlutina á mismunandi hátt. Allavegana:

agust.o: Ísland er ekki að fara neitt. Drífðu þig út strax maður! Maður lærir ekki að meta náttúru Íslands nema að maður hafi séð önnur lönd. Það er allavegana mín skoðun. Ég fattaði ekki hversu fallegt Suðurlandið er fyrr en ég hafði verið úti í flatneskju Miðvesturríkjanna í USA í nokkur ár. :-)

Jensi: Ég talaði um að taka vini og fjölskyldu útúr pakkanum. Auðvitað breytir það öllu. Ég hef orðið var við einmannaleika stærstu borgar heims, en á móti þá verður maður enn ákveðnari að gera eitthvað í málunum.

Ég veit ekki alveg hvort ég fylgi Kristjáns eða Katrínar/Tobba attitúdinu. Það að vinna sé bara vinna eða hvort að maður verði að setja skemmtilega vinnu í forgang vegna þess að maður eyðir svo miklum tíma á vinnustaðnum.

Einar Örn sendi inn - 28.07.05 09:20 - (Ummæli #8)

Það er eiginlega ekki hægt að velja annað hvort. Ég væri alveg til í að búa í borg þar sem það er alltaf gott veður og helling hægt að gera í frítíma sínum en ég hef líka prófað að vinna hundleiðinlega vinnu og það er fátt leiðinlegra en að vakna á hverjum degi og bölva vinnunni sinni. :-) Er því ekki málið bara að vinna skemmtilega vinnu og reyna að fá fín laun og geta þá farið oftar í ferðalög í frítíma sínum á staði þar sem er fallegt og gott veður :-) Mæli samt með að velja frekar fun vinnu og stuð borg :-)

Svanhvít sendi inn - 28.07.05 09:55 - (Ummæli #9)

Ég get ekki svarað þessu nema þú bætir við forsendu um lengd vinnutíma yfir daginn. :-)

Þokkalega væri ég til í að vinna ömurlega vinnu á æðislegum stað ef að vinnudagurinn er ekki langur og að sama skapi væri mér alveg sama um staðinn ef maður væri að vinna skemmtilega vinnu allan daginn. :-)

svansson.net sendi inn - 28.07.05 10:19 - (Ummæli #10)

Ég hef “næstum því” verið í þessarri aðstöðu sem þú lýsir. Þegar ég var að flytja til BNA hefði ég getað farið í frábært líffræðiprógram í Johns Hopkins í Baltimore, eða komið hingað til New York í allt í lagi gott líffræðiprógram.

Baltimore er alger skítastaður og ég gat ekki hugsað mér að búa þar, þannig að ég valdi New York. Ekki spurning!

Annars sé ég þetta gerast fyrir framan nefið á mér reglulega. Kunningjar sem þiggja prófessorstöður í krummaskuðum hér í Bandaríkjunum, í bæjum sem þeir hefðu aldrei flutt til annars. Kaninn hugsar mikið á þennan hátt. Það eru til dæmis tveir prófessorar úr deildinni sem ég vinn við sem fóru til Iowa frá New York fyrir meiri pening og aðeins flottari stöðu.

Lifa til að vinna, eða vinna til að lifa? Það fyrra er bandarískur lífstíll, það síðara er evrópskur.

Erna sendi inn - 28.07.05 11:24 - (Ummæli #11)

Að mínu mati hefur umhverfið alltaf áhrif á vinnuna, þannig að frábær vinna í ömurlegri borg er ekki til, nema þú lokir þig af.

Og þar sem ég hef aldrei upplifað það að finnast einhver vinna alltaf skemmtileg, þá finnst mér skárra að geta hlakkað til þess að fara heim úr vinnunni og anda að mér borginni og umhverfinu, en að liggja þunglyndur uppí sófa að bíða eftir að komast aftur í vinnuna.

Og hey, að vinna á kaffihúsi í Reykjavík og New York er ótrúlega ólíkt og ég held að mesti munurinn liggi einmitt í hve ólíkar borgirnar eru. Ég veit að ég er örugglega ekki að svara spurningunni þinni einsog þú orðaðir hana, en þegar ég ákvað að flytja til New York þá var það aðallega það að mig langaði að búa þar, allt annað var auka.

Þannig að…ætli það flokkist ekki undir skemmtileg borg og leiðinleg vinna.

Halli sendi inn - 28.07.05 15:30 - (Ummæli #12)

Fyrir það fyrsta: Hæ Svanhvít!!! Kemur mér skemmtilega á óvart að þú skulir enn lesa þessa síðu. :-)

Svansson, ég var að spá í svipaðri lengd á vinnutíma.

Annars, þá held ég að ég sé afskaplega sammála Ernu og Halla. Ég held að ég sé á sömu bylgjulengd. Ég hef líka prófað það að vinna leiðinlega vinnu í æðislegri borg (forritun í Chicago). Þar eyddi ég 8 tímum á dag inní loftkældu og gluggalausu herbergi fyrir framan tölvu. En þar gat ég líka gert svo óteljandi marga hluti á kvöldin og um helgar. Þá lifði maður fyrir frítímann.

Ef þessu er snúið við, þá snýst lífið alltof mikið um vinnu. Fólk lifir fyrir vinnuna. Ég held að ég velji evrópska módelið í stað þess bandaríska.

Varðandi háskóla, þá valdi ég einmitt borgirnar fyrst og síðan skólana. Ég hef aldrei getað skilið fólk, sem velur t.d. Yale umfram Harvard.

Einar Örn sendi inn - 28.07.05 16:31 - (Ummæli #13)

hefði kannski átt að byrja líka á að segja Hæ :-) En þegar maður er að vinna á læknastofu með alltof mikinn tíma fyrir framan tölvuna þá kemur fyrir að maður dettur í internetráp og fer þar af leiðiandi ansi oft að lesa blogg hjá fólki sem maður þekkir. :-) Þú mátt líka eiga það að vera með betri pennum svo þrátt fyrir að ég hafi ekki séð þig í ansi langan tíma þá kíkir maður reglulega á nýjustu utanlandspælingarnar og svona :-)

Svanhvít sendi inn - 28.07.05 18:38 - (Ummæli #14)

Hmmm.. takk.

Það er ágætt að maður getur skemmt þér í vinnunni. :-)

Einar Örn sendi inn - 28.07.05 21:45 - (Ummæli #15)

Madur er nu endalaust buandi i Rvk. ut af tvi tar er skolinn og liklegustu atvinnumoguleikarnir. Svo synist manni gotusopararnir i bestu borgum Evropu ekkert brjalaedislega hamingjusamir. En madur verdur alltaf haegt og rolega nett brjaladur ef madur er ekki a rettum stad eda i rettri vinnu tannig ad tetta gengur seint almennilega upp, liklega of krofuhardur …

Asgeir H sendi inn - 05.08.05 11:05 - (Ummæli #16)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu