« ágúst 10, 2005 | Main | ágúst 15, 2005 »

Össur í borgina

ágúst 11, 2005

Úr Silfri Egils

Annar sem gæti komið til greina er Össur Skarphéðinsson. Hann er náttúrlega fyrsti þingmaður norðurkjördæmisins í Reykjavík – gamall borgarfulltrúi sem tókst á við Davíð í borgarstjórninni í eina tíð. Það er altént víst að borgarstjórakeðjan myndi sitja vel á Össuri – og svo hefur hann glaðbeitt og vinalegt fas sem minnir nokkuð á þann ágæta bæjarstjóra Bastían í fyrirmyndarsamfélaginu Kardimommubænum.

Væri þetta ekki snilld? Í alvörunni? Ef það yrði farið í prófkjör og Össur væri í framboði, þá myndi hann pottþétt vinna. Ég held að R-listinn muni tapa kosningunum með Steinunni eða Stefán Jón sem borgarstjóraefni. En með Össur í þessu sæti, þá er ég sannfærður um að R-listinn myndi vinna. Yrði ekki gaman að hafa Össur sem borgarstjóra? Ég held það. Hann myndi án efa lífga uppá pólitíkina í borginni.

Össur í borgarstjórann. Hefjum herferðina núna!

141 Orð | Ummæli (7) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33