« Ritstífla | Aðalsíða | Nýja Sigur Rósar platan »

Góð lög

16. ágúst, 2005

Þetta eru æðisleg lög, sem ég er búinn að hlusta á alltof oft síðustu daga.

What’s so funny about peace, love and understanding - Elvis Costello. Alveg frá því að ég horfði á Lost in Translation, þá hefur þetta lag verið í uppáhaldi hjá mér. Bill Murray tók þetta lag á karókí bar í Tókíó. Einhvern daginn ætla ég að taka þetta lag á karókí bar í Tókíó. Sanniði til!

Middle of Nowhere - Hot Hot Heat. - Á föstudaginn vaknaði ég við þetta lag á XFM. Þegar ég kom inní vinnu goggle-aði ég textabrotinu, sem var fast í hausnum á mér. Nokkrum tíma hafði ég náð mér í lagið og núna er ég búinn að hlusta á það 25 sinnum. Skemmtilegt!

The Asphalt World og The Two of Us - Þegar ég var unglingur þá eyddi ég í einhverjar vikur mörgum kvöldum í að hlusta á Dog Man Star með Suede. Þessi lög ásamt Wild Ones voru í uppáhaldi. Af einhverjum ástæðum datt ég aftur í þessum pakka. Ekki tengt neinu sérstöku. Var bara að leita að rólegri tónlist og lenti á þessu.

Forever Young - Bob Dylan. Af því bara.

Alabama - Neil Young - Af því að á eftir Dylan er Neil Young mesti snillingur í heimi.

Natural Beauty - Neil Young - Sjá hér að ofan.

Einar Örn uppfærði kl. 21:13 | 220 Orð | Flokkur: Tónlist



Ummæli (6)


skrambinn að þú sért svona ungur og sætur… annars hefði ég reynt við þig. þú ert skemmtilegur. skemmti elgur.

magga sendi inn - 17.08.05 13:48 - (Ummæli #1)

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU BESTI PRinn minn.

J+J+J

Jensi sendi inn - 17.08.05 14:01 - (Ummæli #2)

Til Hamingju með daginn!!!!!!!!!

Bestu kveðjur, Genni og Sandra

Genni sendi inn - 17.08.05 14:39 - (Ummæli #3)

Takk. Takk. Takk :-)

Einar Örn sendi inn - 17.08.05 17:06 - (Ummæli #4)

Ég var nú nokkuð ungur þegar Dog Man Star kom út, of ungur reyndar, en ég uppgötvaði þessa plötu um daginn, og hún er ein af 20 bestu sem ég hef heyrt um dagana, einsog ég mun koma inná bráðlega. Bæði lögin sem þú minnist á, auk hins þriðja, eru fokkin frábær,- sem ballaða á The 2 Of Us engan sinn líka í brit-popp kannoninu! hvorki hjá Blur eða Oasis.

Skarpi sendi inn - 20.08.05 23:01 - (Ummæli #5)

Skarpi, Oasis og Blur áttu nú nokkur góð róleg lög. Til dæmis No distance left to run og End of a Century með Blur og Talk Tonight með Oasis.

Talk Tonight var “b-hlið” á Some Might Say smáskífunni, en er engu að síður frábært lag. Sýnir það hversu ótrúlega góðir Oasis voru á þeim tíma þegar að (What’s the Story) kom út.

Einar Örn sendi inn - 21.08.05 09:41 - (Ummæli #6)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu