« You know that feeling you get | Aðalsíða | 28 »

Punktar

21. ágúst, 2005

Búinn að kaupa eftirfarandi:

1 farseðill til Baltimore. Brottför 31.ágúst klukkan 16.40. Heimkoma 4. október.

Kostnaður: 0 krónur + flugvallarskattur = 7.550 krónur. Ég eeeeeelska Vildarpunktana mína. Elska þá!

Þá er bara að vona að Genni verði á staðnum. Ætla að bíða með að panta mér flug áfram til Mexíkó þar til ég kemst að því.


Ég er svo búinn að eyða síðustu klukkutímunum sitjandi á gólfinu með Sigur Rós í græjunum, farandi í gegnum kistuna mína. Kistan geymir öll gömlu bréfin mín, gamla minjagripi frá ferðalögum og slíkt. Takmarkið var að finna heimilisföng í Mexíkó hjá fólki, sem ég þekkti þar. Fann flest þau, sem ég ætlaði að finna.

Auðvitað þurfti ég svo að lesa mig í gegnum helminginn af bréfunum og hinu dótinu, sem var þarna líka. Minningarnar flæddu yfir mig. Mikið er þetta gaman.

Einar Örn uppfærði kl. 21:30 | 137 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (0)


Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu