« ágúst 25, 2005 | Main | ágúst 30, 2005 »

Síðustu dagar (uppfært)

ágúst 28, 2005

Það er ótrúlega magnað að lesa og skoða myndir af því að það sé verið að tæma New Orleans af mannfólki fyrir morgundaginn. Hræðilegt að þetta skuli þurfa að koma fyrir mest sjarmerandi borg Bandaríkjanna.

Ef að fellibylurinn verður jafn slæmur og talið er mögulegt, þá gæti vatnið á Bourbon Street orðið allt að 6 metra hátt (sjá hér - mæli með vídeóinu). Jafnvel er talið að ekki verði hægt að búa í stórum hluta borgarinnar í margar vikur. Stórir hlutar New Orleans verða eyðilagðir ef allt fer á versta veg.

Það er búið að skylda alla íbúa borgarinnar til að fara burt, en einhverjir verða eftir - sennilega þeir fátækustu, sem eiga erfiðara með að koma sér í burtu. Það hefur verið talið að ef að svona stór fellibylur myndi lenda beint á borginni, þá gætu allt að 50.000 manns dáið og 1 milljón misst heimilin sín.

Það er hægt að fylgjast með þessu í beinni útsendingu á netinu hér


Þessi helgi er búin að vera miklu, miklu rólegri en ég átti von á. Fyrir það fyrsta ætlaði ég að fara í Sirkus partýið á fimmtudaginn uppá Árbæjarsafni, en var of latur til þess og fór þess í stað bara í sund með vinum mínum. Á föstudaginn ætlaði frænka mín að halda partý í íbúðinni minni, en við ákváðum á síðustu stundu að hætta við það, þar sem við töldum að það yrði of margt fólk fyrir íbúðina mína. Þannig að ég horfði bara á Liverpool leikinn.

Svo í gær var starfsmannapartý uppá vinnustað og ég var nánast edrú. Drakk nokkur glös af einhverju áfengi, en fann ekkert á mér og nennti eiginlega ekki að drekka meira. Kíkti í bæinn, en aðeins til að fá mér að borða. Í dag var svo fjölskyldumatarboð hjá mömmu, þar sem að frænka mín er að flytja til Danmerkur. Á morgun er svo annað matarboð, þannig að ég slepp alveg við eldamennsku fram að Mexíkóferðinni.

Er ekki ennþá byrjaður að pakka, sem er ekkert sérstaklega gáfulegt. Finnst einsog ég sé að gleyma einhverju rosalegu, en veit bara ekki hvað það er.


Síðustu dagar eru búnir að vera hálf geðveikir í vinnunni. Fyrir einhverjum tveim til þrem vikum, þá nennti ég varla að fara í frí, þar sem allt gekk svo rólega í vinnunni. Fannst ég ekkert þurfa á fríi að halda. En núna er ég alveg að springa. Einhvern veginn virtist það vera samhent átak að allt myndi gerast á sama tímanum, bæði í aðalvinnunni og á Serrano. En vona að mér takist að leysa úr öllu áður en ég fer út.

Þarf að komast burt í góðan tíma. Er að springa úr tilhlökkun.

441 Orð | Ummæli (7) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33